Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 1. september 2007

Mættir voru : Jónína, Árni, Tómas, Hilmar, Garðar, Hildur, Egill, Hanna, Sveinn, og Jóhannes Levy.


1. Lóðarmál

Borgarstjóri biður um áhættumat vegna lóðar í Öskjuhlíð.


2. Útgáfumál

Hávamál eru komin út. Verð til félagsmanna verður 2.800 kr. Næst verða tækifæriskortin tekin fyrir. Stefnt er að því að prenta nokkrar gerðir og að þau verði tilbúin fyrir jól. Skiptar skoðanir vorum um myndir á kortin. Samþykkt var, að ef engin athugasemd hefði borist til Óttars innan viku, færu þær myndir sem í boði væru í prentun, á kortin.


3. Skemmtiatriði á blótum

Aðkeypt hljómsveit var tilbúin til að koma að spila á jólablóti fyrir 80.000 kr. Var það ekki til frekari umræðu og málið látið falla niður. Enn leitum við til félagsmanna með skemmtiatriði. Hilmar ætlar að skoða hvað hann getur gert í þvi efni.


4. Goðahátíð Norræna félagsins

Höfuðborgarmót Norðurlandanna verður haldið á Íslandi 28.–30. sept. nk. Þema mótsins verður goðafræðin. Norrænafélagið verður með móttöku fyrir erlenda gesti sína 28. sept. nk. og mun allsherjargoði af því tilefni blóta í Öskjuhlíð. Síðan verður goðahátíð á Óðinstorgi 29. sept. n.k. Fulltrúar Norrænafélagsins hafa beðið Ásatrúarfélagið að koma þar að. Hilmar hefur verið til aðstoðar við undirbúning og skoðað hvernig félagið kæmi að hátíðinni að öðru leyti en með blóti í Öskjuhlíð.


5. Annað

Jónína las úr fundargerð goðafundar þar sem kemur fram að Tómas vinnur í nöfnum á athafnir Ásatrúarfélagsins. Væntanlega verður einnig leitað til félagsmanna hvað þetta varðar. Teljarinn á heimasíðu félagsins stendur nú í 16.296.

Fundarritari Hildur Guðlaugsdóttir