Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 1. september 2012

Ásatrúarfélagið
Fundur í lögréttu, 1. september 2012 kl. 14:00
Mættir lögréttumenn: Bjarki, Sigurlaug, Lenka, Hilmar Örn og Jóhanna. Auk lögréttumanna sátu tíu félagsmenn fundinn.


1: Afmæli Jónínu K. Berg

er framundan. Henni verið færð viðhafnarútgáfa félagsins á Hávamálum að gjöf.


2: Málþing um stefnumótun

Jóhanna leggur til að efnt verið til málþings um markmið og leiðir í starfsemi félagsins. Fundurinn tekur undir það og leggur til að það verði haldið nú í haust.


3: Rætt um atkvæðagreiðslu um þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá

Opinber afstaða félagins tengist augljóslega málarekstri þess fyrir mannréttindadómstól Evrópu. Hana þarf að kynna. Lögmaður þess verði fenginn til skraf og ráðagerða um það. Svo verið send út tilkynning til fjölmiðla.
 

4: Önnur mál

Minnt er á að félagið þurfi að hvetja til frekara framlaga í Þyrlusjóð Landhelgisgæslunnar. Fólk vantar í blótnefnd. Áhugasamir gefi sig fram við Andreu. Æskilegt að þrír skipi nefndina. Einn fundarmanna, Sigrún, gaf kost á sér í hana og er það þegið með þökkum. Spyrja þarf Andreu, en hún er forfölluð á þessum fundi, hvort fleiri hafi gefið kost á sér. Þá var rætt um tilhögun vínveitinga á blótum.

Fundi slitið