Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 10. desember 2007

Mættir voru: Egill, Alda Vala, Óttar, Rún, Garðar Ás, Hilmar Örn, Eyvindur, Haukur og Ólafur.
Fundur settur kl. 18:08.


1. Samskipti innan lögréttu

Egill rekur framvindu og afgreiðslu málsins um fjölmenningarlegt dagatal, sem fjallað var um á lögréttufundi 28.11.2007. Hilmar Örn rökstyður ákvörðun allsherjargoða og lögsögumanns um breytingu á ákvörðun áðurnefnds lögréttufundar varðandi hátíðisdaga okkar. Alda Vala undirstrikar mikilvægi og sérstöðu blótdaganna hér á norðurslóðum. Rún bendir á, að einungis lögrétta og allsherjarþing geti breytt ákvörðunum lögréttu. Hilmar Örn undirstrikar, að ekki einu sinni lögrétta geti hnikað til hefðbundnum heiðnum hátíðisdögum og vitnar í Sveinbjörn Beinteinsson. Fram kemur, að Jónína er afar ósátt við vinnubrögðin, en Egill fullyrðir, að hann hafi strax greint velflestum lögréttumönnum frá breyttri ákvörðun þeirra tvímenninga, sem Hilmar Örn segist bera fulla ábyrgð á. Garðar biður um eftirfarandi bókun Jónínu, í fjarveru hennar: „Óska eftir að mál séu hér eftir framkvæmd í samræmi við samþykktir lögréttu.“ Fundurinn kemst að eftirfarandi samkomulagi: Engum er heimilt að breyta ákvörðunum lögréttu, nema lögrétta sjálf og allsherjarþing. Vinnubrögð varðandi breytingu tiltekinnar ákvörðunar seinasta lögréttufundar eru því ekki í samræmi við vinnureglur og lög félagsins. Lögrétta leggur á það áherzlu, að vanda til vinnubragða framvegis, svo ekki komi aftur upp ósætti á borð við það, sem hér um ræðir. Hin gagnrýnda ákvörðun allsherjargoða og lögsögumanns verði þó látin standa, enda er hún í samræmi við aldagamlar hefðir. Þannig er fundurinn sammála um, að allsherjargoði og lögsögumaður hafi leiðrétt mistök seinasta fundar. Til að viðhafa rétt verklag, hefðu lögréttumenn átt að fara fram á nýjan lögréttufund, þegar þeim var greint frá breyttri ákvörðun. Rún vill koma á framfæri, að mál af þessum toga eigi að afgreiða á goðafundum.

undi slitið kl. 19:08. Fundarritari: Óttar Ottósson.