Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 10. október 2018

Lögréttufundur 10. október 2018
 
Mættir: Hilmar, Sigurlaug, Alda Vala, Jóhannes, Teresa, Kári
Fjarverandi: Hallur
 
1. Málefni síðasta fundar
Gréta tekur við ritstjórn Vors siðar og verið er að finna ritnefnd fyrir blaðið. Enn unnið að einkaleyfi vegna hofrúnar.
 
2. Hofmál
Uppsteypun í gangi, burðarbiti að verða klár. Samningar í höfn við verktaka og framkvæmdum virðist miða vel fram. Beðið eftir tilboðum í stálvirki. Lögrétta vongóð um að starfsemi félagsins komist inn á hofsvæði á næsta ári.
 
3. Allsherjarþing
Setja þarf auglýsingu á vefmiðla félagsins sem fyrst. Allherjarþingið skal haldið 3. nóvember. Setja þarf fram tillögur fyrir þingið. Nýja lögréttumenn þarf til, m.a. gjaldkera. Bera þarf fram ný goðaefni og smala fólki inn í blótnefnd.
 
4. Önnur mál.
- Dísablót á Veturnóttum – flökkublót í umsjón goða. Væntanlega fyrir austan í þetta sinn. Íhugað að hafa smáblót hér í félaginu með litlum veislukosti. Fólk komi með sinn eigin veislukost. Teresa og Ólöf munu undirbúa og auglýsa.
- Tiltekt í geymslum félagsins í Hafnarfirði – ef fólk hefur tíma.
- Rætt um kosti þess og galla að hafa posa í Síðumúlanum
 
Fundur hófst: 17:00
Fundi slitið: 18:30
 
Fundargerð þessa undirrita með eigin hendi:
(allir viðstaddir)