Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 10. september 2012

Lögréttufundur haldinn í Síðumúla 15 mánudaginn 10. sept 2012 kl 17:30
Mættir: Hilmar, Hallur, Jóhanna, Sigurlaug, Lenka, Hulda


1. Tillaga Halls um að afmarka skyldur lögsögumanns og gjaldkera við embætti sín

Hér er þá átt við tekið verið tilllit til vinnuframlags þessara embættismanna þegar lögréttan skiptir með sér verkum. Samþykkt samhljóða.


2. Tilllaga Hilmars um að goðar utan Reykjavíkursvæðisins skanni reikninga sína til félagsins og sendi gjaldkera þá í tölvupósti

Þetta verði gert til að fyrirbyggja að reikningar týnist eða lendi í bið.


3. Hofmál

Hilmar heldur bjartsýnn þar sem nú sé verið að teikna þannig að hægt sé að veit framkvæmdaleyfi. Ef allt gengur að óskum fær Haukur Viktorsson framkvæmdaleyfi innan mánaðar og hugsanlegt að hægt verði að byrja að færa gróður ofl. þá. Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður mun stjórna því verki. Líklegt er að byrjað verði að fleyga bergið í vetur.


4. Mál Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu

Ragnar Aðalsteinsson hefur nú fengið málflutningsleyfi og samkvæmt bréfi dómstólsins dagsettu 14. júlí sl. munu réttarhöld fara fram í haust.


5. Rætt um væntanlegt allsherjarþing  

Hilmar: pöntun nafnalista, Hulda: innkaup á skurðarvél fyrir félagið(m.a. til að skera kjörmiða) og pöntun á sal. Bjarki verði beðinn að vera fundarstjóri og Sigurlaug fundarritari. Nokkrar umræður um væntanlegar lagabreytingar frá goðahópi og almenn ánægja með þær.

Fleira ekki rætt og fundi slitið 19:15.
undarritari: Jóhanna.