Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 11. júní 2013

Lögréttufundur 11. júní 2013 kl. 18:30

Mættir:  Hallur, Bjarki, Haukur, Andrea, Jónína, Jóhanna , Sigurlaug, Hulda Sif og Hrafhildur og Lenka á Skype.

1 Reglur og lög um þingmenn goða
Rætt  um skýrar reglur og lög um þingmenn goða. Farið var yfir lög og reglur og þær útskýrðar, ekki álitin ástæða til að gera athugasemdir við þau.

2. Af goðafundi
Jóhanna greindi frá niðurstöðum goðafundar, m.a.  um málefni skipulagsfundar á morgun í Hlésey og að skemmtikraftar séu fundnir.

3. Fjármál
Hulda Sif mætti með yfirlit yfir færslur og fór yfir fjármál félagsins í tilefni ráðningar starfsmanns með það fyrir augum að finna út hvar mætti spara. Í ljós kom að blótmánuðir eru félaginu dýrir. Mest tap á haustblóti. Velt vöngum yfir sparnað við blót. Haustblót verði haldið í Síðumúla. Héðan í 
frá verða blótin auglýst fyrr og aðeins takmarkaður sætafjöldi í boði. Sölu miða lokað á vissum degi og engum bætt við efti það, punktur.

Athugað með möguleika á að selja miða á netinu, á skrifstofu og með inngreiðslum á reikn. félagsins.

Einnig var rætt um aðrar sparnaðarleiðir.  Ýmsu velt upp, m.a. ap láta borga fyrir athafnir að hluta en því var hafnað að þessu sinni, a.m.k. Rætt um kostnað við athafnir alemnnt og málinu vísað til umræðu í goðahópnum. Jóhanna mæltist til að Vor siður færi fyrr í dreifingu fyrir hvert blót til að auglýsa þau tímanlega. Næsta tölublað verður sent út eftir apríillista frá Þjóðskrá til að spara, en stofnunin hefur tekið upp óhóflega gjaldtöku fyrir afhendingu félagaskrár.

Rætt um að nýta húsakost félagsins betur, ma.a með meiri leigu. Bent á að auka auglýsingar á því og hækka leiguna í 30.000 fyrir utanfélagsmenn , en í 20.000 fyrir félagsmenn og fasta leigjendur.

4. Listaverkasýning
Haukur bar fram ósk listakonu um að fá að sýna verk sín í Síðumúla. Því var einkar vel tekið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.