Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 12. ágúst 2020


Mætt eru: Óttar Ottósson, Martin Wuum, Silke Schurack, Jóhannes Levy, Alda Vala Ásdísardóttir og Ásdís Elvarsdóttir.

Fundur er settur kl. 17.40.

1 Fjármál
Við eigum inni 1,3 milljónir hjá verktaka vegna hofs.
Samþykkt er að loka reikningi í Landsbankanum og færa þá upphæð inn á sparnaðarreikninginn okkar.
Texti fyrir söfnun á Karolina Fund eru í skoðun og auglýst er eftir betri myndum.

2. Tækni og bygingamál
Salerni í Öskjuhlíð. Komnar eru teikningar frá Magnúsi Jenssyni af bráðabirgðalausn. 
Samþykkt er að skipa byggingarnefnd með Hilmari Erni, Óttari og Martin sem sér um að ræða þau mál sem snúa að hofbyggingu og leggja þau fyrir Lögréttu.
Flutningar verða ekki fyrr en búið er að ganga frá salernisaðstöðu og nettengingu.  Stefnt er að flutningum 1. okt.
Fjarfundamyndavél og -búnaður.
Samþykkt er með öllum greiddum atkvæðum að kaupa fjarfundamyndavél af Kísildal og fá skrifstofuna til að setja upp fjarfundabúnað.
Komnar eru öryggismyndavélar í Öskjuhlíð, kostnaður við þær er ekki ljós.

3. Lögrétta
Lögrétta hefur áður samþykkt að nota aldrei sterkari drykki en pilsner við athafnir – þessu er beint til goðafundar.
Umræðu um gerðabók fyrir athafnir er beint til goðafundar.
Umræðu um goðakort og aðrar greiðslur er beint til goðafundar.
Samþykkt að fundargerð síðasta lögréttufundar verði lesin í upphafi þess næsta og gefinn kostur á ahugasemdum fyrir endanlega samþykkt.
Staðsetning eikartrés verður sett í hendur allsherjargoða.
Óttar, Martin og Teresa ljúka tímabili sínu í Lögréttu á næsta aðalfundi. Teresa býður sig ekki fram til áframhaldandi setu en Óttar og Martin bjóða sig fram áfram auk Jóhannesar Levy sem er varamaður nú.  Lýst verður eftir framboðum.

4. Samkomur
Opnum húsum er haldið áfram sem áður.  Skipulagningu og utanumhaldi á opnu húsi verður komið á hendur skrifstofu.
Forfundir verða ræddir á næsta fundi.
Næsti lögréttufundur verður haldinn 9. september.
Opinn lögréttufundur verður haldinn 5. september kl. 14.30. Á dagskrá verður umræða um Voran sið, fjarfyrirlestra og hof.

Haustblót verður haldið 24. október.
Allsherjarþing verður haldið 31. október.

5. Önnur mál.
Búið er að laga merki Ásatrúarfélagsins sem er notað í dánartilkynningar.

Fundi er slitið 19.50.

Allir viðstaddir undirrita fundargerðina.