Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 12. desember 2018

Lögréttufundur 12. desember 2018 (afrit)
Mættir eru: Hilmar, Sigurlaug, Teresa, Matti, Óttar, Alda Vala og Jóhannes
Fjarverandi: Silke, Þorsteinn og Jóhanna
 
mál: Hofmál
Rætt um stöðu hofmála. Tilboð hefur borist í burðarvirki erlendis frá en tímafrestur til að svara var of naumur til að samningar náðust í tæka tíð. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju þegar fjárhagsáætlun er orðin endanleg.
mál: Fjármál
Fjárhagsstaða félagsins betri nú en undanfarna mánuði og staðið við allar skuldbindingar félagsins og hofkostnað án þess að það bitni á félagsstarfseminni. Áfram unnið að undirbúningi hópfjármögnunarherferðar, Ólöf fer með yfirsýn þess máls – en verður ekki hrint í framkvæmd nema með samþykki lögréttu.
mál: Þjóðskrármálið
Beðið er eftir niðurstöðum frá samráðsvettvangi trúfélaga og ræða þarf betur við lögfræðinga nefndarinnar sem skipuð var á lögréttufundi 7. nóvember. Málið er í vinnslu.
mál: Jólablót
Jólablót fer fram 21. desember nk. og skráningu á blót miðar vel. Tilboð í mat eru komin á borð og skemmtiatriði klár.
mál: Auka lögréttufundur      
Málefni aukalögréttufundar fylgt eftir.
mál: Önnur mál
Lögrétta fundar næst á nýju ári.
 
Fundargerð þessa undirrita með eigin hendi (allir viðstaddir)