Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 12. febrúar 2013

Fundur í lögréttu 12. febrúar 2013 kl. 18:30.

Mætt: Hilmar Örn, Jóhanna, Hallur, Bjarki, Hrafnhildur, Lenka, Sigurlaug, Eyvindur, Jónína og Haukur

 

1. Blótkostnaður og blótstjórn

Goðafundur leggur til almennt oðað viðmið sem verði það að félagið niðurgreiði blót á landsbyggðinni um sem nemur þúsund krónum á þátttakanda. Það komi á móti hvers kyns kostnaði, þar með töldum húsnæðiskostnaði.  Niðurgreidd blót eru að jafnaði eitt á ári í hverju héraði en niðurgreiða má tvö sama árið ef ástæða þykir til.

Sissa hefur lokið starfstímanum sem hún lofaði sér í sem umsjónarmaður blóta. E.t.v. gæti hún fengist til að starfa áfram en þá aðeins ef fleiri gefa kost á sér í blótnefnd fyrir sumardaginn fyrsta.


2. Borðin

Jóhanna spyr hvar kaup á nýjum borðum í félagsheimilið standi. Hulda Sif var búin að skoða eitthvað en ekkert hafði verið ákveðið. Borðin þurfa að nýtast í fjölnota sal nýja hofsins. Eins vantar hirslu á skrifstofuna. Jóhanna og Hilmar taka að sér að velja búnað og kaupa í samráði við Huldu Sif.

 

3. Hofið

Rætt um að kalla byggingarnefnd til fundar með lögréttu hið fyrsta. Hilmar Örn greindi frekar frá gangi undirbúnings.


4. Starfsemi í Reykjanesbæ

Böðvari hafa borist fyrirspurnir frá félagsmönnum á Suðurnesjum um starfsemi þar. Það hefur helst strandað á því að finna hentugt húsnæði.  Rætt um mögulegar lausnir á því.


5. Upplýsingar úr félagatali

Bjarki kynnti hvernig félagsmenn í Ásatrúarfélaginu dreifast eftir landshlutum, póstnúmerum, aldri og kyni.  Hæst er hlutfall Ásatrúarmanna í 101 Reykjavík og á Austurlandi.  Félagið kemur sterkast út í aldurshópunum 20 til 29 ára og 30 til 39 ára. Enn hallar nokkuð á konur í félagatalinu þá að hlutur þeirra í félagsstarfinu sé góður og kynjahlutföll í lögréttu og goðahópi nokkurn veginn jöfn.


6. Fjarfundir

Hrafnhildur Borgþórsdóttir hefur greint frá því að hún ætli að flytja til Seyðisfjarðar í vor.  Lögrétta samþykkir að nota fjarfundabúnað til þess að lögréttumenn á landsbyggðinni geti tekið fulla þátt í fundarstörfum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:36.

BK