Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 12. mars 2013

Lögrettufundur haldinn 12.mars 2013

Mættir: Hallur, Hilmar, Haukur, Hulda, Hrafnhildur, Sigurlaug, Lenka , Jóhanna, Egill Baldursson og Magnús Jensson arkitekit, tveir síðastnefndu fulltrúar byggingarnefndar hofsins.


Fundarefni: hofbygging

Hilmar byrjaði að segja frá því að lítið hefði gerst nýtt síðan á síðasta fundi annað en að Páli Hjaltasyni hafi verið skrifað en hann ekki enn svarað erindinu. Hilmar sagði að nú lægi á að huga að flutningi þeirra trjáa sem eigi að flytja í reitinn okkar í Heiðmörk. Í næstu viku verði fundur og ákveðið hvenær þau verða flutt en það þurfi að gerast fljótlega og amk innan mánaðar.

Skógræktin hefur boðið okkur efni, íslenskt timbur, í innréttingar í hofið, en það mun bæði verða til sparnaðar og einnig setja sérstakan svip á innviði hofsins.  Ákveðið hefur verið að Baldur Pálsson Freysgoði mun verða til ráðgjafar í brunavörnum.

Enn hafa hvorki verið ráðinn byggingatjóri, en verkfræðingur er í sigtinu þótt ekki sé búin að ráða hann enn.

Egill spurði hvenær væri hægt að byrja að sprengja, og Hilmar svaraði því til að það mætti byrja núna ef við værum tilbúin.

Almenn umræða hófst og dálítið var rætt um bílastæðamál og aðkomu að hofinu. Þá var rætt um hvort hægt væri að fá arkitektinn Cecil Ballmont til að vera ráðgjafa við hönnun hofsins til að setja alþjóðlegan og „antirasískan“ stimpil á verkið. Vel tekið í það og einnig þá hugmynd að Hilmar færi til London að ræða við hann.

Þá kom einnig fram að Magnús er enn að þróa teikningar. Magnús dró fram teikningar á pappír og í tölvu og kynnti fundargestum.

Talsverðar umræður urðu um fjármál og hugsanlega styrki sem þarf að sækja í alla mögulega og ómögulega staði. Til eru 110 milljónir í sjóði og við að flytja úr Síðumúla munu sparast um 3
milljónir á ári í húsaleigu ofl. Grenndarkynning hefst um næstu helgi og eftir það líða 6–8 vikur uns kostnaðar-, tíma- og verkáætlanir þurfa að vera tilbúnar.

Stefnt skal að því að hafa kosntaðaráætlun tilbúna innan mánaðar en halda aukafund í Lögréttu fljótlega.

Egill benti á að skógfræðingur mun verða á opnu húsi í lok maí og síðan verður  gróðursetningarferð fyrstu vikuna í júní. 

Haukur minnti á skilafrest á efni í Vorn sið þann 4. Apríl nk.

Fundarritun Jóhanna