Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 12. október 2010

Útdráttur fundargerðar
Fundur settur kl. 18:00.
ættir voru: Hilmar, Jóhanna, Óttar, Egill og seinna Haukur.
Forföll tilkynntu: Halldór og Böðvar.


Blótið 23. október

Rædd voru kaup á léttu keri sem nota má í athafnir. Hilmari falið að athuga málið og kaupa ef honum líst á. Haukur mætir 18:10 (hafði boðað að hann yrði seinn) og tekur við ritun af Jóhönnu. Rætt um hvaða skemmtikrafa við gætum fengið. Óttari og Hilmari falið að tala við þá sem nefndir voru og ganga frá þeim málum.


Vor siður

Útgáfa hvers tölublaðs Vors siðar kostar töluverða fjármuni, og afar stuttur tími líður milli útgáfu tölublaðanna sem koma út fyrir jól og fyrir þorrablót. Fyrir utan það hve erfitt hefur reynst undanfarin ár að finna efni í síðarnefnda tölublaðið (enda nýlega búið að segja allt sem er að frétta!) má þarna spara félaginu útgjöld. Hluta þess má nýta til að auglýsa þorrablótið í fjölmiðlum. Lögrétta samþykkti einróma að sleppa framvegis tölublaðinu sem komið hefur út fyrir þorrablót. Mun því Vor siður framvegis koma út fjórum sinnum á ári – fyrir hvert höfuðblót.

Fundi slitið kl. 19:15.