Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 13. febrúar 2012

Mætt: Hallur, Bjarki, Sigurlaug, Lenka, Hilmar Örn, Jóhanna, Haukur, Jónína.

Forföll boða: Halldór og Hulda Sif.

1. Saga félagsins
Hilmar Örn getur lagt fram tæki til að höndla og geyma stafrænar upptökur.  Einnig rætt um varðveislu skjala og skönnun þeirra á stafrænt snið.  Samþykkt að kaupa filmuskanna.

2. Kynningarmál blóta og stærri viðburða
Hallur leggur áherslu á að allar upplýsingar komi frá blótgoða og allar tilkynningar séu unnar í samráði við blótgoða.

3. Fundartími í apríl
Halldór mótmælir því að almennur fundartími sé kl. 17:30 enda komist hann aldrei þá.  Samþykkt að fundirnir í mars og apríl verði kl. 19:00.  Eftir það verði athugað á ný hvaða tími hentar best.

4. Pantanir athafna
Rætt um hvort setja ætti upp vef-pantanir fyrir athafnir.  Vísað til goðafundar.

5. Blót á Austurlandi
Samþykkt að styrkja blótið um kr. 10.000.

6. Félagatal
Baldur Freysgoði hefur óskað eftir að fá útskrift af Austurlandshluta félagsins.  Listi er pantaður fyrir útsendingu Vors siðar og fyrir blót.  Lögrétta lítur svo á að goðar séu trúnaðarmenn sem hafi aðgang að félagatalinu og fari með í samræmi við reglur Þjóðskrár.

7. 40 ára afmæli félagsins og aðrir viðburðir. Leshringur og opið hús.
a. Sumarblót
Félaginu hafa verið boðin afnot af bragga í Nauthólsvík.  Rætt um hvort rétt sé að láta líta út fyrir að um tengsl sé að ræða við önnur félagasamtök með því að fá inni í húsnæði þeirra. Á hinn bóginn hefur sumarblótið undanfarið sprengt utan af sér húsnæðið við Síðumúla.  Samþykkt að skoða braggann með afnot í huga.

b. Afmæli félagsins
Hilmar Örn: Félagið lætur almannaheill sig varða og ætti að horfa til þess við tímamót.  Hilmar leggur til að félagið leggi í tilefni af 40 ára afmæli sínu tvær milljónir króna til góðs málefnis, eða sem nemur 1000 krónum á hvern félagsmann. Sérstakri afmælishátið verði hins vegar stillt mjög í hóf.  Hilmari falið að ræða við Óttar og Halldór sem hafa unnið að undirbúningi afmælishátíðar.

c. Opið hús og leshringur
Halldór hvetur til þess í tölvupósti að opið hús sé betur kynnt og þess gætt að taka vel á móti fólki.  Hann spyr líka hvort leshópurinn er að lognast út af.  Fundurinn hefur ekki þungar áhyggjur af velferð opins húss og leshringsins en er sammála því að alltaf má standa betur að kynningarmálum.

8. Meðferð bóksölufjár, skiptimyntar o.fl.
Búið er að kaupa læstan peningakassa en hann er vistaður hjá Huldu Sif. Sjá þarf til þess að til sé skiptimynt.  Ítrekað að dyrnar að skrifstofunni eiga að vera lokaðar og læstar þegar húsið er opið. Það var samþykkt á fundi Lögréttu nóvember en láðist að færa til bókar.

9. Viðbrögð við umfjöllun um trúarbrögð á vef Námsgagnastofnunar
Samþykkt að skrifa Námsgagnastofnun bréf með áskorun um að bæta við kynningu á heiðni, hérlendis sem erlendið.  Jóhanna kynnti uppkast að slíku bréfi. Gengið frá bréfinu á fundinum og samþykkt að senda það.

10. Þjófavarnarkerfi í Síðumúla
Samþykkt að kaupa innbústryggingu og í framhaldi af því að fá tilboð í nýtt þjófavarnarkerfi. Hilmar Örn sér um að kaupa trygginguna.

11. Merkingar á myndum af allsherjargoðum
Ákveðið að láta búa til koparplötur til að merkja myndirnar af allsherjargoðum í félagsheimilinu við Síðumúla, þar sem fram komi nöfn þeirra og embættistími.  Hilmar Örn sér um það.

Fundi slitið kl. 19:15.

BK