Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 13. júní 2018

Lögréttufundur (afrit) 13. júní 2018
Mættir: Hilmar, Jóhanna, Sigurlaug, Teresa, Kári, Þorsteinn, Jóhannes, Sigrún, Alda Vala, Tómas.
Fjarverandi: Hallur, Gréta.
 
1. mál: Hofmál
Fundað verður á morgun með Magnúsi Sædal, Magnúsi Jensen og Ólöf mun sitja fundinn líka Eftir þann fund verður vonandi hægt að koma fjármögnun í farveg og framkvæmdum í gang.
 
2. mál: Þingblót
Pæling að færa blótstaðinn örlítið, kemur í ljóshvað Þingvallamenn segja. Það þarf að auglýsa blótið - stað og tíma. Sigurboði mun spila og fær að launum bók frá Teresu. Þingblótið virðist að mestu klárt. Svo er gróðursetning í Heiðmörk, Baldurslundi 16. júní, blót Tómasar seiðgoða á Víðistaðatúni, Hfj. 15. júní og svo gróðurblót í Öskjuhlíð með Skógræktinni þann 23. júní. Sem sagt nóg um að vera hjá félaginu í júní!
 
3. mál: Launamál
Samþykkt að hækka laun skrifstofustarfsmanns um 5% frá 1. ágúst n.k.
 
4. mál: Önnur mál
1: Hefð að hafa engan fund í júlí. Á að halda því áfram í sumar? Gæti þurft lögréttufund vegna hofsins í júlí, en tölvupóstur gengur líka ef ekkert mikið ber til varðandi hofið. Lögrétta fundar því næst 8. ágúst að öllu óbreyttu.
2: Sigrún verður að segja af sér í lögréttu og sem gjaldkeri vegna veikninda í fjölskyldunni og anna. Við þökkum henni kærlega fyrir alla hennar kraftmiklu og góðu vinnu. Kári mun vera gjaldkeri að nafni til fram að Allsherjarþingi - en endurskoðandi mun vera ráðinn til starfa á næstu dögum.
Fundargerð þessa undirrita (allir viðstaddir).