Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 14. maí 2012

Ásatrúarfélagið
Fundur í lögréttu, mánudag 14. maí 2012 kl. 17:30
Mætt: Hallur, Bjarki, Hulda Sif, Sigurlaug; Hilmar Örn, Jóhanna; Lenka; Haukur.


1. Þingblót

Andrea óskar eftir að losna undan stöðu blótgoða. Hún leggur til að þriggja manna nefnd taki við verkefninu og mælir m.a. með Sigurgyðu Þrastardóttur. Sjálf er hún tilbúin að starfa með nefndinni. Nokkur nöfn voru nefnd til sögunnar sem þriðji nefndarmaður. Þegar hefur verið gengið frá ýmsum þáttum undirbúnings, svo sem að bóka hljómsveitina Krauku. Rætt um möguleikann á að bjóða upp á sætaferðir á blótið. Þarf að ákveðast fyrir 2. júní.


2. Húseigendafélagið

Hallur greindi frá samskiptum við félagið vegna leigu til þeirra á félagsheimilinu til fundarhalda en þó nokkuð eru um fundi hjá þeim um þessar mundir.


3. Fundir í lögréttu í júní, júlí og ágúst

Fundir verða annan mánudag mánaðar, 11. júní og 13. ágúst en ekki verður fundað í júlí.


4. Gróðursetning í Heiðmörk 

Stefnt er að gróðursetningarferð í sumar. Leitað verður ráðgjafar hjá Agli.


5. Blót á Vestfjörðum?

Fyrirspurn hefur borist um blót á Vestfjörðum í sumar. Henni verður beint til Eyvindar.


6. Önnur mál

a) Dúkar í félagsheimili
Sigurlaug bendir á að engir dúkar eru til til skiptanna. Enn er ekki búið að festa kaup á dúkum og nýjum stólum sbr. bókun síðasta fundar. Hilmar og Hulda Sif ganga í málið.

b) Facebook-síða
Bjarki segir sig frá umsýslu Facebook-síðu félagsins.

c) Vor siður
Haukur minnir á að lokaskilafrestur í Vorn sið er 2. júní. Blótsauglýsingin þarf að vera að fullu tilbúin þann dag. Fundi slitið kl. 18:50.

BK