Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 14. mars 2018

Lögréttufundur 14. mars 2018 (afrit)
Mættir eru: Hilmar, Jóhanna, Jói, Sigurlaug, Teresa, Hallur og Kári.
Fjarverandi: Sigrún.
 
1. mál: Lögsögumaður
Sigurlaug tekur aftur við lögsögu af Jói eftir barnseignarfrí.
 
2. mál: Hofmál
Bankamál eru í vinnslu en mjakast áfram, endanlegar teikningar að hluta komnar og eru nýjustu gögn að berast nú eða eru væntanleg á næstu dögum. Málum miðar ágætlega fram.
 
3. mál: Hópfjármögnun
Lokahönd lögð á undirbúning, sýningareintök væntanleg á næstu viku/m, textavinnsla er nánast klár. Verkefnið ætti að komast á loft innan skamms.
 
4. mál: Vor Siður
Efni er að berast inn, skilafrestur liðinn. Blaðið bráðum tilbúið til umbrots og mikið efni tilbúið í prófarkalestur. Þó er séð fram á að blaðið nái ekki að berast félagsmönnum fyrir Sumardaginn fyrsta eins og stefnt var að. Minnka þarf upplag prentunnar.
 
5. mál: Önnur mál
1. Blót sumardaginn fyrsta    
Blót sumardag fyrsta haldið í Síðumúla. Óskað eftir kostnaðaráætlun svo ljúka megi undirbúning. Kaupa þarf sumargjafir. Leigja þarf grill, kaupa þarf pylsur og tilheyrandi gúmmelaði. Það á eftir að finna skemmtiatriði og þarf að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að sjá um blótið – vantar minnst 2 auka hendur. Setja inn auglýsingu á miðla.
 
2. 1. desember 2018
Leggja höfuð í bleyti hvað mætti gera að þessu tilefni, þ.e. 100 ára afmæli fullveldis og 10 ára afmæli vættablóts.
3. Fyrirlestrar  
Búið að manna apríl og maí, en vantar hugmyndir fyrir mars.
 
Fundargerð undirrta allir viðstaddir.
 
Fundur hófst: 17:00
Fundi slitið: 18:30