Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 14. nóvember 2013

Lögréttufundur 14.11.2013

Fundur settur kl 18:35. Mættir voru: Sigurlaug, Kári, Silke, Teresa, Hilmar, Jóhanna, Haukur, Alda. 
Hallur boðaði forföll.

1. Jólablót.
Tilboð barst frá SoHo. Rætt var um skemmtikrafta, happdrætti og veislustjórn. Rætt um að hafa Þorrablótið eilítið veglegra með betri skemmtiatriðum og hafa jólablótið ódýrara. Samþykkt að miðaverð yrði 4500 kr.

2. Þorrablótið.
Rætt um að hafa Hund í óskilum til að skemmta. Kostirnir við þá eru að þeir innihalda mögulega veislustjórn og langt og gott skemmtiatriði. Samþykkt að miðaverð yrði 6000 kr.

3. Leikhópur.
Rætt um stofnun hugsanlegs leikhóps til að flytja atriði. Hugsað sem langtímaverkefni, stefnt á að sýna eitthvað næsta ár eða þarnæsta. Rætt hvort eigi að fá einhvern þekktan úr geiranum til að koma starfinu af stað. 

4. Umfjöllun og myndir af goðum á vefsíðu.
Málið rætt og stefnt að bót og betrun.

5. Salurinn
Ábending kom með salinn. Það er að fjárfesta í ódýrum glerskáp með hurð. Hugmyndin er hvort handverksfólk gæti sýnt og jafnvel selt gripi sína t.d. í mánuð í senn eða í umboðssölu. Mögulega væri hægt að setja álagningu þar sem ágóðinn færi í hofsjóð. Mögulega væri hægt að útfæra þetta sem sýningu með nafnspjaldi listamannsins. Einróma samþykkt og kaup á skáp sett á dagskrá. 

6. Spurningakeppni
Ákveðið að spurningakeppni um norræna goðafræði í umsjón Hauks verði föstudaginn 10. janúar. 

7. Hofsós.
Bókað að umsjónarmenn Hofsóss verði Allsherjargoði, lögsögumaður og gjaldkeri lögréttu eins og gildir um aðra sjóði.

Fundi slitið 19.40 

Fundarritari: Kári