Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 14. september 2016

Lögréttufundur 14. september 2016.

Mættir eru: Hilmar Örn, Silla, Kári, Teresa, Sigurboði, Lenka, Alda Vala, Jóhanna og Bergrós. Urður mætir á skype.
Fundurinn byrjar kl. 18:05.

1. mál. Hofið.
Hilmar segir fréttir frá hofbyggingu og sýnir okkur drög af áfangaskiptingu uppsteypu.
2. mál. Fræðslubæklingur.
Umræða fer fram um efni í bækling og kostnað. Bæklingur á vera meira um starfsemi félagsins en um sögu félagsins. Ritnefnd ætlar að sjá um að búa til bækling og leggur það svo fyrir lögréttu.
3. mál. Komandi blót.
Umræða um skemmtiatriði og happdrætti.
4. mál. Önnur mál.
A) Goðafundur verður á sama degi og veturnáttablótið og rætt er um hvernig það verður útaf opna húsinu kl. 14:00.
B) Fundargerð frá síðasta allsherjarþingi.  Kemur fljótlega.
C) Fundarboð á allsherjarþing. Minna á það.
D) Sigurboði talar um að Ásatrúarfélagið ætti að eiga trommu. Alvöru góða trommu sem myndi endast í áratugi. Við ætlum að skoða málið enda er hugmyndin góð.
Fundi er slitið kl. 19:35.

Fundarritari: Lenka KováÅ™ová.