Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 15. júní 2012

Lögrétta fundaði í Síðumúla 15. júní kl. 17:30.
Mætt voru: Hallur, Hulda Sif, Bjarki og Lenka. Aðrir höfðu boðað forföll. Þar sem meirihluti lögréttu sótti fundinn telst hann löglegur.

Á dagskrá voru þrjú mál, tvö þeirra tengd undirbúningi Þingvallablóts.

I. Farið yfir gátlista sem settur var saman eftir síðasta Þingvallablót í ljósi reynslunnar af því.
Hér á eftir fara viðbrögð fundarins við athugasemdunum 18 á gátlistanum í sömu röð og þar:

 1. Fleiri grill og grilltangir. Hafa t.d. sér grill fyrir pylsurnar. Hallur hefur þegar pantað fimm grill.

 2. Hafa borð fyrir pylsur og gos. Hallur reddar.

 3. Hljóðkerfi, straumbreytir, magnari, þráðlaus hljóðnemi. Fundurinn ekki sannfærður um að þörf sé á þessu öllu. Hulda Sif kannar hvað unnt er að útvega.

 4. Hafa meðferðis ruslapoka. Haukur reddar.

 5. Hafa lengri og fjölbreyttari tónlistardagskrá. Fundurinn telur fyrirhugaða dagskrá fullnægjandi.

 6. Hafa svið, e.t.v. með upphækkun. Þessu verður ekki við komið úr því sem komið er.

 7. Stærra tjald. Hallur hefur pantað fleiri tjöld en voru í fyrra. Þau er svo hægt að tengja saman.  Hann gengur úr skugga um að pöntunin standi.

 8. Vera komin með fasta grillara fyrirfram. Þar sem fundarmenn eru fáir og þorri þeirra í bílahallæri er ekki hægt að skipuleggja þetta á fundinum. Allir sem vettlingi geta valdið, geri það.

 9. Blótnefndin þarf að taka fullan þátt. Eins og sakir standa er engin eiginleg blótnefnd að störfum og ábyrgð hennar því í höndum Lögréttu. Þá hafa Samúel og Vigdís boðið fram aðstoð sem verður þegin með þökkum.

 10. Hlífa Hilmari við smásnatti og álagi. Allir muni það.

 11. Skipuleggja innkaup tímanlega. Hulda Sif og Haukur hafi forgöngu um það.

 12. Leigja bíl undir dót og e.t.v. sætaferðir. Ekki er unnt að bjóða upp á sætaferðir. Það kom fram á vinnufundi Lögréttu á dögunum (sem var ekki fullgildur fundur vegna ónógrar mætingar). Hallur sér um að útvega bíl undir varning.

 13. Vera með lið í frágangi. Allir sem vettlingi geta valdið, geri það.

 14. Vera með skipulagða dagskrá, t.d. fræðsla, gönguferðir, leikir. Þetta mun hafa verið slegið af fyrir löngu.

 15. Hafa allt tilbúið fyrir hádegi svo hægt sé að bjóða upp á dagskrá yfir daginn, t.d. fræðsluferðir. Fundurinn telur þetta óraunhæft.

 16. Hafa leiðsögumann um heiðni á staðnum. Of seint að skipuleggja það.

 17. Auglýsa að einhverjir ætli að tjalda. Of seint að auglýsa.

 18. Hafa maí-stöng eins og í Skandinavíu fyrir börnin. Of seint að huga að því nú.

II. Það sem þarf að taka með á blótið
Lesið saman við minnislista sem Jóhanna tók saman eftir fyrrnefndan vinnufund Lögréttu á dögunum. Hulda Sif tekur eitthvað af smærri hlutunum sem nefndir eru þar. Hallur sér til þess að einhver komi restinni á staðinn auk kyndla, sem ekki voru á listanum. Auk þess kannar Hallur hvort allt sé ekki örugglega klappað og klárt gagntvart þjóðgarðsyfirvöldum. Lenka ætlar að hafa skráningarblöð í fórum sínum.

III. Opið hús 16. júní
Enginn fundarmanna getur séð um opna húsið. Forfallaðir lögréttumenn og aðrir virkir félagsmenn munu einnig almennt eiga vont með það. Þó verður reynt að halda opnun til streitu.  Lenka getur verið hluta tímans sjálf og ætlar að finna einhvern til að annast það sem á vantar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

BK