Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 17. maí 2018

Lögréttufundur 17. maí 2018 (afrit)
Mættir eru: Hilmar, Jóhanna, Sigurlaug, Jóhannes, Þorsteinn, Teresa, Hallur, Ólöf
Fjarverandi: Kári, Sigrún
 
1. mál: Hofmál
Erfiðar umræður um stöðu hofmála, hönnunarsamning við arkitekt sem skrifa þarf undir fyrir 25. maí – samningsfundur með arkitekt verður haldinn í næstu viku. Beðið eftir ákvörðun arkitekts og þá mun lögrétta funda aftur og taka ákvörðun um framhald hofbyggingar.
 
2. mál: Vor siður
Vantar enn smá efni í blaðið. Óvíst hvort það takist að koma blaðinu út fyrir Þingblót.
 
3. mál: Endurnýjun goðorðs Tómasar V. Albertssonar
Endurnýjun goðorðs samþykkt.
 
Önnur mál:
1. Samþykkt að hækka starfshlutfall skrifstofustarfsmanns úr 50% í 60%. Rætt um launahækkun og ákveðið að reikna út um hve mörg prósent í samráði við Sigrúnu gjaldkera.
2. Það þarf að ganga frá ráðningasamningi við skrifstofustarfsmann sem fyrst.
 
Fundargerð þessa undirrita með eigin hendi:
(allir viðstaddir)
 
                                                                                                            Fundur hófst: 17:00
                                                                                                            Fundi slitið: 18:30