Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 17. september 2013

Lögréttufundur haldinn í Síðumúla 15 þriðjudaginn 17. september kl 18:30.

Mættir: Jónína, Jóhanna, Hilmar, Hallur, Lenka (á Skype) og Íris Ellenberger. 

Bjarki og Hulda boðuðu forföll.

1.
Lenka tjáði okkur að hún félli út af  þjóðskrá 1. desember og verður því ekki í stjórn félagsins eftir það. Hún verður þó á síðasta fundi þessarar lögréttu.

2.
Salurinn í Síðumúla,- endurbætur:  Jóhanna kynnti aðeins þær breytingar sem orðið hafa á salnum og sagði þeim sem ekki þegar þekktu frá hugmyndum að enn frekari umbótum. Íris gerði grein fyrir tilboðsgjöf vegna dúks og gluggatjalda. A) leitað hefur verið eftir tilboðum í hreinsun 
á línólemdúknum á gólfinu en hann liggur undir skemmdum vegna viðhaldsleysis. Ódýrasta og jafnframt besta til boðið kom frá ISS sem djúphreinsar gólfin með vélum og bónar síðan nokkrar umferðir. Tilboðið hljóðar upp á 97 þúsund  krónur og var samþykkt samhljóða að ráðast í þær framkvæmdir sem fyrst. B) Hreinsun á rimlagluggatjöldum sem einnig eru orðin óhugnanlega skítug og ekki verið hreinsuð síðan við fluttum inn í húsnæðið. Lægsta tilboð var 24 þús með uppsetningum. Samþykkt samhljóða að taka því. C) Sandblástursfilma í glugga og hurð. Jóhanna leitaði tilboða og það lægsta og hafstæðasta var frá Lógóflex sem býður gerð á textafilmu 
fyrir 20 þúsund ef við setjum hana í sjálf. Samþykkt samhljóða og munu Jóhanna og Hilmar sjá um að velja texta  en Hallur leitar að skýrum og fallegum fonti. D)  Sýningar í salnum. Jóhanna kynnti hugmyndir um sýningar í salnum framvegis og hvaða listamenn hefðu þegar þegið lán á salnum undir verk sín en þeir eru fimm talsins með ólík verk sem öll eru þó byggð á heiðnum sið. Almenn ánægja með þetta framtak og samþykkt að drífa í málningu á salnum og uppsetningu á upphengilistum fyrir verkin.

3.
Nýting salarins. Rætt um leigu á salnum sem hefur ekki verið mikil fram að þessu en ætti að geta aukist til muna við þessar breytingar. Salurinn tekur um 50 manns í sæti og stefnt skal á að koma honum betur á framfæri t.d. á FB- og vefsíðum félagsins. Einnig var samþykkt að halda bæði Allsherjarþingið og haustblót félagsins í salnum okkar í Síðumúla þetta árið til að spara, en það fer langt með að standa undir kostnaði við lagfæringar og hreinsun.  Á haustblóti verða aðeins 50 sæti í boði sem seljast þeim sem fyrstir panta og stefnt að einfaldleika. Hugmynd um að tengja það eitthvað kveðskap og að Bjarki verði hafður með í ráðum hvað það varðar.  Hilmar fer í það mál.
Einnig rætt um aðgengi fatlaðra að salnum, en engin ákvörðun tekin að þessu sinni

4.
Blótnefnd. Nú þarf að fara að huga að undirbúningi fyrir stórublótin í desember og janúar. Stungið upp á Andreu, Silke og Teresu í blótnefnd  og var Jóhönnu falið að vera í sambandi við þær. Að þessu sinni var reiknað með að starfið verði  einfaldara þar sem Írisar nýtur við til stuðnings. 
Sérstaklega kom fram að athuga þyrfti með salinn „okkar“ í Mörkinni þar sem margir sakna hans vegna þess  hve vel hann hentaði okkur að mörgu leyti.

5.
Hofmál. Hilmar sagði frá að athugasemdir hefðu borist frá Háskólanum í Reykjavík. Hann sagði augljóst að við ættum enga stuðningsmenn hjá sjálfstæðismönnum í borginni nema Gísla Martein og það væri eins gott að hefjast strax handa þegar framkvæmdaleyfi fæst , hugsanlega um næstu mánaðamót þar sem engu er að treysta eftir kosningar í vor.

6.
Tillaga Bjarka Karlssonar um Hofsós,  sjóð fyrir frjáls framlög félagsmanna lögð  fram.  Samþykkt samhljóða. Fundarmönnum fannst tilvalið að fela Bjarka að kynna sjóðinn í næsta blaði og  einnig á síðum félagsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið 20:15

 Jóhanna Harðardóttir