Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 17. september 2015

Lögréttufundur haldinn 17. september kl 18:00
Mættir: Kári, Sigurboði, Alda Vala, Silke, Lenka, Jóhanna, Bergrós, Hilmar og gestur fundarins Kristinn v.  hofbyggingarinnar.
 
1. Kristinn gaf okkur upplýsingar um stöðu mála. Um 80% af sprengingum er lokið. Hann sagði verkefnið hafa tafist aðeins vegna þenslunnar sem er í byggingaiðnaðinum en taldi að léttari tímar væru framundan. Hann sagði að trúlega horfði í kostnaðaraukningu frá áætlun vegna trégrindareininga í helgidóminn vegna óreglulegrar lögunnar þeirra. Hann taldi einnig að með þeim seinkunum sem nú væru áætlaðar mætti reikna með lokadagsetningu á framkvæmdum á vormánuðum 2017. Nokkrar umræður um framkvæmdir, en að því loknu vék Kristinn af fundi.

2. Erindi um styrk vegna barnabókar um sorgarferli barna frá Jenný Kolsoe. Bókin er ekki trúartengd. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að stefna að 200 þúsund króna styrk, Jóhanna og Silke mun lesa yfir handritið, en síðan verður Jenny gert tilboð um styrk gegn 20 bókum og boð um að halda kynningarfund í S15

3. Dagatal og fleira. Hilmar sagði að Vor siður í núverandi mynd sé farinn að kosta félagið of mikið og tími sé til kominn að breyta útgáfu félagsins. Eitt veglegt tímarit á ári sem borið er til félagsmanna auk dagatals væri betri kostur og trúlega ódýrari. Allir gersamlega sammála. Jóhanna og Bergrós verða í fyrstu ritnefnd og leitað verður til Grétu Hauks sem hönnuðar sem þriðju manneskju. Ef hún er ekki til verður leitað á önnur “layoutmið” Stefnt er á að fysta blaðið komi út fyrir sumardaginn fyrsta.

4. Sýning(ar) í salnum S15. Elaine (Ruadh) opnar fyrstu sýningu sína í salnum fyrstu helgina í oktober, næstur er líklega Gunnar Thorsteinson og fundarmenn beðnir að hugsa málin og koma með hugmyndir.  Einnig rætt um að gera fréttaannál Jóa Levy betur úr garði til að hengja upp.

5. Barnabolir sem prentaðir verða í næstu viku. Ákveðið að auglýsa þá til sölu í Vs á 2500 krónur stykkið og andvirði renni í hofsjóð.

6. Námskeið og handverkskvöld. Rætt um námskeiðahald og handverkskvöld og samþykkt að taka frá öll þriðjudagskvöld í vetur undir nokkurs konar “workshop”. Fengnir verða leiðbeinendur sem oftast til að hvetja fólk til að mæta, en annars verði þetta kvöld opið öllum sem vilja, með hvers konar handverk sem menn vilja.

7. Haustblót. Jóhanna sagði frá hugmyndum blótnefndar og tilboðum í mat. Ákveðið af meirihluta fundarmanna að taka næstlægsta tilboði að þessu sinni. Kári og Sigurboði buðu fram skemmtiatriði. 

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl 21:00
Fundarritun Jóhanna