Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 19. maí 2008

Mættir voru: Egill, Rún, Garðar Ás, Hilmar Örn, Jónína, Jóhanna, Árni. Seinna Óttar.
Fundur settur kl. 18:15.


1. Dómsmálið

Rún reifar stöðu málsins. Lokagerð umsóknar Ragnars Aðalsteinssonar, hrl., til Mannréttindadómstóls Evrópu var send út í apríllok. Óvíst er (en sennlegt talið), hvort dómstóllinn tekur við málinu. Geri hann það, er niðurstöðu í málinu að vænta eftir 2-3 ár. Allur málskostnaður glatast, tapist málið. Vinnist málið, er bóta að vænta og enn fremur fæst allur kostnaður endurgreiddur; þ.m.t. áfallinn kostnaður á báðum dómstigum hérlendis. Þýða þarf öll málsskjöl Hæstaréttar, sem vegur þyngst í kostnaði vegna málsins. Um hálf milljón kostaðar vegna málsins er þegar greidd. Lögrétta samþykkir einróma að halda málinu til streitu.


2. Önnur mál

  • Jóhannes Levy spyr, hvort ekki sé rétt, að félagið kaupi tölvu til afnota í félagsheimili okkar. Það hefur margsinnis sýnt sig, að þörf er á netaðgangi á opnu húsi. Einróma samþykkt að útvega ADSL-tengingu og ódýra tölvu. Árni gengur í málið.
  • Spurt hefur verið, hvort félagið vilji setja upp spjallrás á heimasíðunni. Þykir það fremur óráðlegt vegna hættu á skítkasti. Sterkur, ákveðinn ritstjóri þyrfti allavega að vaka yfir rásinni. Við hugsum málið. Hins vegar verður reynt að setja inn á síðuna myndskeið af athöfnum o.þ.h., reki slíkt efni á fjörur okkar.
  • Jónína upplýsti, að tiltekinn maður væri að safna stuðningsundirskriftum vegna goðaembættis.
  • Egill leggur til, að barnastarf félagsins liggi niðri í sumar og e.t.v. lengur. Samþykkt.
  • Ungliðahreyfingin mun vera í salti.
  • Jónína segir frá samtrúarlegri hjónavígslu ásamt Karli V. Matthíassyni, þjóðkirkjupresti og þingmanni. Mjög jákvætt og vel heppnað.
  • Hilmar Örn útbýr yfirlýsingu vegna ákvæðis um „kristilegt siðgæði“ í fyrirhuguðum grunnskólalögum.
Fundi slitið kl. 19:15. Fundarritari: Óttar Ottósson.