Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 20. ágúst 2013

Fundur settur kl. 18:40.
Mættir voru: Hilmar, Jónína, Haukur, Hallur, Sigurlaug, Hrafnhildur. Hulda kom þegar liður 3 var til umræðu.

1. Ráðning starfsmannd á skrifstofu
Lögsögumaður greindi frá umsóknar- og ráðningarferli. Keypt var utanaðkomandi sérfræðiþjónusta við ráðningarferlið, m.a. til að koma í veg fyrir óæskileg tengsl. Tilkynnt var um valið, Írisi Ellenberger, sem hefur störf næstu mánaðamót.

2. Drög lögð að haustblóti
Fundarmenn lögðu drög að haustblóti og fóru yfir þá þætti sem þurfa að vera á hreinu í undirbúningnum.

3. Rætt um starf vetrarins
Starfið fer nú að fara á fullt eftir sumarið. Fundarmenn ræddu um hagræðingu á ýmsum sviðum og fóru yfir skipulag vetrarins í grófum dráttum.

4. Umgengni á skrifstofu og í salnum á opnu húsi
Eftir tölvuvandræði á skrifstofunni þarf að ítreka og framfylgja því að börn eða aðrir óviðkomandi fái ekki að fara í skrifstofutölvuna. Fundarmenn sammæltust um að koma í veg fyrir að aðrir en lögréttumenn og goðar fái að fara inn á skrifstofu á opnu húsi, en of mikið hefur verið um slíkt. Tölvan er eingöngu fyrir stjórn og goða - án undantekninga.

Fundargerð ritaði Haukur Bragason
Fundi slitið kl. 19:55