Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 21. ágúst 2014

Mætt eru: Hilmar, Jóhanna, Teresa, Hulda, Hallur, Alda Vala, Haukur, Íris og Silke. Hrafnhildur, Kári og Sigurlaug boðuðu forföll.

1. Rætt um stöðu mála varðandi byggingu hofs og ráðningar fagaðila. Undirstrikað að klára þurfi ráðningarsamninga sem fyrst.

2. Íris Ellenberger hefur sagt upp starfi sínu frá og með 30. september. Lagt til að starfið sé auglýst sem fyrst og Jóhönnu og Halli verði falin umsjón með ráðningunni. Samþykkt samhljóða.

3. Jóhanna tilkynnti að ákveðið hefði verið að halda hefðbundinn goðafund 20. og 21. september í Eyrarkoti.

4. Erindi var lagt fram um að Lögrétta taki afstöðu til þess hvort uppfærsla á Skírnismálum, sem nú er í undirbúningi, verði haldin á vegum félagsins. Lagt var til að Ásatrúarfélagið kæmi að þessu verkefni ef hægt væri að ráða fagmenntaðan listrænan umsjónarmann. Samþykkt samhljóða.

5. Að gefnu tilefni var samþykkt að sett yrði yfirlýsing á vef félagsins þar sem væri undirstrikað að allsherjargoði sé talsmaður Ásatrúarfélagsins og að þeir sem ekki hafi til þess umboð geti ekki tjáð sig í nafni félagsins.

Fundarritari: Íris