Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 21. febrúar 2018

Lögréttufundur 21. febrúar 2018 (afrit)
Mættir eru: Hilmar, Jóhanna, Sigrún, Þorsteinn, Jóhannes, Hallur, Teresa
Fjarverandi: Kári
 
1. mál: Hofmál
Teikningar hafa tafist en ættu að berast á næstu dögum og verður ýtt á eftir þeim.
 
2. mál: Hópfjármögnun
Undirbúningur við það að klárast og verður bráðum hrint í framkvæmd. Það þarf að fá sýningareintök af gripunum, taka myndir og skrifa texta og lista.
 
3. mál: Vor Siður
Skiladagur nálgast og beðið er eftir greinum í blaðið en öllu miðar vel.
 
4. mál: Þóknun v. fyrirlestra
Samþykkt að lækka þóknun vegna fyrirlestra niður í 15.000kr frá og með 1. mars 2018. Ekki verður greidd full þóknun fyrir vörukynningar (sbr. þar sem bækur, diskar, handverk/annað er selt).
 
5. mál: Styrkir til félagsmanna
Rætt um styrki félagsmanna – staða óbreytt.
 
6. mál: Hollvinasamtök hofsins
Tillaga um stofnun Hollvinasamtaka hofsins lögð fram og rædd. Leggst Lögrétta ekki gegn því og býður Hollvinafélaginu að halda stofnfund eftir opinn lögréttufund í mars, og stendur húsnæði félagsins Hollvinasamtökunum framvegis til boða.
 
7. mál: Bón
Samþykkt að skrifstofustarfsmaður og starfsmaður í ræstingum sjái um að bóna gólf gegn greiðslu í stað þess að leita eftir þeirri þjónustu utan félags.
 
8. mál: Launaskrá
Rætt m launaskrá og fyrirkomulag því tengt. Samþykkt að færa allsherjargoða yfir á launaskrá frá og með 1. mars 2018.
 
Fundargerð undirrta allir viðstaddir.
 
Fundur hófst: 17:00
Fundi slitið: 19:30