Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 21. maí 2013

Fundur í lögréttu haldinn 21. maí 2013 kl. 18:30 í Síðumúla.

Mættir: Hallur, Hilmar, Jóhanna og Sigurlaug. Á Skype: Lenka í Tékklandi og Hrafnhildur á Seyðisfirði.

1. Vígsluréttindi. Með löggildingu Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags opnast glufur fyrir okkur að fá vígsluréttindi fyrir fleiri goða. Hilmar telur að héðan í frá verði það ekki vandamál. Andrea er tilbúin til að fá vígsluréttindi, Laufey næst á lista og Alda Vala verður líklega næsti goði inn. Hilmar og Jóhanna stefna að því að mæla með henni á næsta allsherjarþingi.

2. Kjörtímabil allsherjargoða. Hilmar er í kjöri í haust og boða skal til kosninga. Hilmar segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram, en allir viðstaddir hvöttu hann til að vera áfram. Hann lofaði að láta vita áður en næsta blað fer í prentun.

3. Opið  hús, Nú er mikil óregla á vöktun. Teresa , Silla og Alda Vala hafa boðist til að vera í blótnefnd.  Héðan í frá verður að bóka aðeins einn mánuð í einu og gera menn ábyrga fyrir sínum degi og fá afleysingu sjálfir ef það gengur ekki. Einnig kom Silla fram með þá hugmynd að búa til 
netfangalista á þá sem eru í mestu sambandi og vinna að blótum og öðru sem er á döfinni.

4. Erindi frá Árna Björnssyni, þjóðháttafræðingi. Hann fjallar þar um Þórsörnefni í Viðey og leggur til að þar verði sett upp Þórslíkneski, helst gert af  heiðnum manni. Hilmar stakk upp á fundi með honum og Örlygi Hálfdánarsyni, Viðeyingi, og tekur að sér að boða til hans.

5. Byggingarmál. Ekki fékkst leyfi til að flytja tré eins og þurfti núna en Skóræktin benti á að sum þeirra trjáa sem fara þurfa myndu ekki lifa flutning hvort eð er og best sé að saga þau niður og þurrka og geyma til athafna.

6. Fundartími lögréttu. Tilmæli Jóhönnu að flytja fundartíma til kl 17:30 í stað 18:30 samþykkt af öllum viðstöddum, fundir verða áfram annan þriðjudag í mánuði hverjum.

7. Þingblót. Andrea, Silla og Teresa í blótnefnd fyrir Þingblót í júni.  Jóhann tékkar á Magnúsi hvort hann er búinn að heyra í Gauja Krauku. Jóhanna lagði fram þá tillögu að Hundur í óskilum væri fenginn til að skemmta. Samþykkt . Þá var einnig rætt um að koma jólalagi Krauku „ljósið kemur“, 
á framfæri sem jólalagi heiðinna manna fyrir næstu jól.

8. Sigurlaug lagði fram þá tillögu að farið yrði í verslunarleiðangur og keyptir tólf kertastjakar á borð og plastkassi undir pappírsúrgang. Jóhanna bætti við að einnig þyrfti að kaupa tólf litla blómavasa og tvo stóra. Gert verður út til þess fljótlega.

9. Skógræktarferð í vor. Þar var nánast engin þáttaka enda engin skipulagning. Næst þarf að athgua með að hafa skógræktarferðina á sunnudegi til að tryggja að goðar geti mætt og til að gera ferðina meira spennandi fyrir félagana.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19. 40.

Fundarritari: Jóhanna