Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 23. maí 2007

Mættir voru Hilmar Örn, Egill, Jónína, Eyvindur, Rún, Garðar, Hildur og Halla. Seinna mætti Árni.


1. Bautasteinn Sveinbjarnar Beinteinssonar

Jónína er komin með skriflegt leyfi frá Vegagerðinni og Sveitarfélaginu Hvalfirði, fyrir framkvæmdum við fyrirhugaðan bautastein. Leggja þarf smá vegarspotta frá afleggjaranum sem liggur að Draghálsi að Grafardal og gera bílastæði. Egill lagði til að framkvæmdum verði skipt í tvo hluta. Samþykkt framkvæmdaráætlun verður að liggja fyrir áður en ráðist verður í þetta.


2. Hofbyggingin

Ekkert er að frétta af framkvæmdaleyfi frá borgaryfirvöldum. Þolinmæði félagsmanna er á þrotum. Sótt verður enn fastar að því að framkvæmdarleyfinu verði hraðað svo hægt verði að byrja á hleðslum í sumar.


3. Þingblót – goðaefni?

Þingblótið verður með svipuðum hætti og í fyrra. Tjaldi verður komið fyrir á flötinni neðan við furulundinn og þar verður borðað. Dagskrá blótsins er í höndum blótsnefndar.

Röð dagskrárliða var breytt. Áður en Árni kom á fundinn var hans mál tekið fyrir. Fundarmenn voru allir sammála um að Árni yrði samþykktur sem goðaefni og yrði það borið upp við þingheim á Allsherjarþingi í haust. Árni skal skila inn meðmælendalista sem fyrst. 


4. Önnur mál

a) Egill, Hilmar og Eyvindur meta það á næstu dögum hvort útgáfudegi Hávamála verði frestað til hausts úr því sem komið er.

b) Rún sagði frá þvi að mikil gróska væri í ungliðastarfinu og mikill áhugi. Þau vilja standa fyrir menningarkvöldum s.s. myndasýningum og tónlistaruppákomum. Því miður er ekki leyfi fyrir tónlistaruppákomum í leigusamningnum þar sem á efri hæð hússins er stunduð jogakennsla. Lögrétta samþykkti aðrar kvöldskemmtanir ef fullt tillit yrði tekið til nágranna.

c) Jónína benti á að útikertastanda vantaði. Það kæmi fyrir að fleiri en eitt brúðkaup væri á sama degi. Á þórsdegi í 10. viku sumars verður þingblótið og tvö brúðkaup. Annað á Þingvöllum en hitt á Snæfellsnesi. Jónína lagði til að hver goði með vígsluréttindi ætti sitt sett af stöndum. Garðar ætlar að leita tilboða í standana.

Fundi slitið kl.19
Fundarritari: Hildur Guðlaugsdóttir.