Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 24. júlí 2007

Mætt voru: Hilmar, Rún, Jónína, Jóhanna, Hildur, Garðar, Egill og Óttar.


1. Útgáfumál félagsins

Hávamál eru tilbúin til innbindingar. Rætt var um hátíðarútgáfuna og hve margar bækur yrðu bundnar inn í fyrstu. Samþykkt var binda 50 bækur en skinnin yrðu keypt á allar bækurnar, svo þau verði eins. Valið á myndum fyrir tækifæriskortin er lokið. Unnið er í að finna texta sem passa með. Útgáfu dagatalsins hefur verið frestað. 


2. Mál Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu

Steingrímur Gautur kom að máli við Hilmar og undirstakk hann með, að tiltekinn lögfræðingur vildi flytja mál Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu, sem prófmál. Steingrímur Gautur myndi þó verða til halds og trausts við gagnaöflun og undirbúning. Rún, Egill og Hilmar kanna málið betur áður en ákvörðun verður tekin um það.
 

3. Lóðarmálið

Borgarstjóri biður um greinagerð frá félaginu um gang lóðarmála. Magnús, Hilmar og Egill vinna þá skýrslu.
 

4. Önnur mál

a) Óttar spurði hvort ekki væri hægt að stofna hljómsveit Ásatrúarfélagsins

b) Rún sagði að svo skemmtilega vildi til að ungliðahreifingin hefði einnig verið að velta þessu fyrir sér og dottið í huga að halda styrktartónleika vegna hofbyggingar.

c) Júlíus bað um að fá að setja upp tengil af heimasíðunni okkar inn á sína síðu, en þar er einungis efni tengt heiðni. Samþykkti fundurinn það.

d) Tillaga kom frá félagsmanni þess efnis að 10% sóknargjalda rynnu í blótsjóð. Sá sjóður myndi standa undir blótum og greiðslu á skemmtatriðum þar. Fundarmönnum þótti það ekki góður kostur, og var því synjað.

e) Jónína minnti á að goðafundir væru mánaðarlega og fundargerðir væri að finna inni á heimasíðunni. Hún flutti tillögu frá Jóhannesi Levy, að reistur yrði steinn í grafreitnum okkar til að minnast látinna heiðinna manna sem jarðsettir eru annars staðar. Aðstandendur gætu látið grafa nafn viðkomandi á skjöld og sett á þennan bautastein. Þetta þótti fundarmönnum mjög góð hugmynd.

Fundarritari Hildur Guðlaugsdóttir