Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 24. nóvember 2008

Mættir voru: Garðar Ás, Jóhanna, Alda Vala, Hilmar Örn, Halldór, Óttar, Egill.
Fundur settur kl. 19:10.


1. Landvættablót

Borga þarf flugmiða fyrir Árna til Akureyrar. Bóka þarf hið fyrsta, til að fá bezta verð. Jóhanna blótar með Hauki í Straumi. Einnig verður blótað á Þingvöllum, í Vopnafirði, í Eyjafirði og á Snæfellsnesi. Öll blótin verði kl. 17:30. Hilmar skrifar lítinn pistil um málið í landsblöðin tvö. - Hilmar vitnar í lofsamleg ummæli hins nýja kaþólska biskups á Íslandi í svissnesku blaði. Biskupinn fullyrðir þó, að ekki sé um trú að ræða. Andmæla er þörf í opnu bréfi til Basler Zeitung, biskupsins og yfirmanns hans. Hilmar skrifar. - Sætaferðir íhugaðar, en fundnar á þeim ýmsir vankantar. Auglýsa þarf í blöðum og í útvarpi. Rætt um heppileg einkunnarorð. Allir verði hvattir til að kveikja á kertum eða kyndlum, meðan á blótum stendur.


2. Vínlandsmyntir

Félaginu hafa verið boðnar um 250 myntir til kaups á góðu verði. Undirtektir dræmar. Rætt um söluvarning í hofinu, þegar þar að kemur. Einnig útgáfumál, kynningarbæklinga, sem goðar vinna að, og fleiri bækur á orð við Hávamál okkar. Umræða um kynningarmál almennt og trúarbragðafræðslu í grunnskólum, þar sem hlutur vors siðar vægast sagt er óviðunandi.

Fundi slitið kl. 20:35.
Fundarritari: Óttar Ottósson.