Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 28. ágúst 2012

Ásatrúarfélagið
Fundur í lögréttu, 28. ágúst 2012 kl. 17:30
Mætt: Hallur, Bjarki, Lenka, Hilmar Örn, Jóhanna, Jónína, Haukur, Andrea.


1: Um göngu til lögbergs

Lögrétta ályktar að þeir einir taki þátt í göngunni sem goðar eða lögrétta hafa boðið til hennar. Ítrekað er að óleyfilegt er að bera vopn eða vera vígbúinn á blótum.


2: Aðild útlendinga

Nokkrar umræðum um hvort eða hvernig megi gera fólki, sem hefur ekki íslenska kennitölu, kleift að gerast félagar (associate members). Gera þarf greinarmun á hvort það er tæknilega mögulegt (gagnvart lögum um skráð trúfélög) og því hvort vilji stendur til þess. Óhjákvæmilegt er að horfa til þess að ekki eru endilega allir umsækjendur æskilegir félagar.
Lögrétta ályktar að rétt sé að leyfa fólki sem býr erlendis að gerst stuðningsaðilar hofbyggingar. Engin sérstök félagsréttindi fylgi því en viðkomandi séu þó velkominir á opin hús og til að þiggja athafnir af hálfu goða félagsins.


3: Umsjón blóta

Auglýsa þarf eftir fólki til að sjá um blótmál fyrir félagið. Andrea sér um að koma því í verk og notar til þess Facebook-síðu félagsins og vef þess. Einnig var rætt um hvaða staðsetning henti best fyrir regluleg blót. Það mál verður áfram á dagskrá.


4. Kynningarbækingar og spjöld

Tillögur Jóhannesar Leví ræddar. Lögrétta tekur vel í þær en vill þó útfæra þær nánar. Halli falið að leggja fram svo breytta tillögu fyrir næsta lögréttufund.


5. Samantekt Jóhönnu í framhaldi af hugmyndavinnu lögréttu í vor

Ákveðið að kynna samantektina á opnum fundi.


6. Önnur mál

a) Hof
Hilmar Örn greindi frá því að Magnús Jensson er að vinna fullnaðarteikningar að hofinu til að leggja fyrir byggingarnefnd borgarinnar til þess að unnt verði að hefja lóðaframkvæmdir.

b) Vígsluréttindi
Hilmar Örn upplýsti að nýr starfsmaður innanríkisráðuneytisins hafi tekið við vígsluréttindamálum. Búið er að senda inn formlegt erindi um fjölgun goða með vígsluréttindi. Afrit af því lagt fram.

c) Goðamál, umsókn
Fyrir liggur umsókn um að nýr félagsmaður taki við goðorði Eyvindar vestfirðingagoða sem jafnframt myndi draga sig í hlé. Rætt um verklag við veitingu goðaembætta almennt og vanda sem félagið stendur frammi fyrir í þeim efnum, bæði varðandi vígsluréttindi (sjá lið 6b) og gagnvart vaxandi áhuga á goðastarfinu í sístækkandi félagi. Meðal annars telur lögrétta brýnt að goðaefni leggi fram undirskriftir fleiri en 12 þingmanna (meðmælenda) enda var sú tala ákveðin þegar félagsmenn voru um hundrað en nú eru þeir yfir tvö þúsund. Lögrétta boðar lagabreytingartillögu þess efnis á allsherjarþingi. Eins þurfi að skýra nánar hvaða reynslu goðaefni þurfi að hafa til að geta tekið við embætti. Lögrétta felur goðafundi að gera það.
Í ljósi þessarar almennu umræðu var ákveðið að fresta afgreiðslu umsóknarinnar fram yfir allsherjarþing þannig að hún verði í samræmi við endurskoðuð lög og verklagsreglur. Þangað til fellst lögrétta á að umsækjandi starfi sem staðgengill Vestfirðingagoða.

Fundi slitið kl. 19:25

BK