Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 28. febrúar 2008

Mættir voru: Egill, Alda Vala, Garðar Ás, Hilmar Örn, Jónína, Árni og Lára Jóna. Seinna Óttar og Ólafur.
Fundur settur kl. 18:10.


1. Áframhaldandi umboð byggingarnefndar

Fyrir fundinn var lögð greinargerð byggingarnefndar um stöðu mála. Hilmar Örn og Egill gerðu grein fyrir innihaldi hennar. Að svo komnu máli telur byggingarnefnd sér nægja neðri mörk þeirrar upphæðar, sem frammi hefur verið til að borga fyrir tillögur valinna arkitekta, halda veglega kynningu á tillögunum, svo og ráðstefnu um hof í sögulegu samhengi. Nefndin vill freista þess að semja um lægri upphæð en áætluð hefur verið til handa hverjum arkitekt, svo hægt sé að alfa fleiri tillagna en þeirra 5-6, sem upphaflega stóð til. Lögrétta telur, að ástæða sé til að heimila nefndinni að nota allt að efri mörkum þeirrar upphæðar, sem nefnd hefur verið til áðurnefndra 3 verkefna, enda verði hagsýni og ráðdeildar gætt. Samþykkt einróma. Þarfagreining rædd, sérstaklega m.t.t. hvort eitthvað hafi gleymzt. Örfá atriði voru nefnd og rædd stuttlega. Endanlegar fullnaðarteikningar telur nefndin að muni kosta allt að 10% áætlaðs heildarkostnaðar. Vel var tekið í þá tillögu nefndarinnar, að félagar greiði atkvæði um framkomnar, sýndar tillögur, þannig að félagsmenn taki virkan þátt í forvali. Lögrétta hefur þó síðasta orð í þessu efni sem öðrum. Hugmyndin verður útfærð nánar síðar.


2. Önnur mál

Lögboðinn opinn lögréttufundur verður haldinn 1. marz nk. kl. 16:00 í Síðumúla 15. Óttar greindi frá fundi Samráðsvettvangs trúfélaga með ímam Mohamad Bashar Arafat frá Sýrlandi (nú BNA) í Bandaríska sendiráðinu í gær.

Fundi slitið kl. 19:15. Fundarritari: Óttar Ottósson.