Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 28. maí 2013

Fundur í Lögréttu 28.maí 2013 kl. 18:45 í Síðumúla.

Mætt: Hallur, Sigurlaug, Bjarki, Hilmar Örn, Jóhanna, Hrafnhildur og Lenka.  (Tvær síðastnefndu í gegnum Skype.)  

1. Starfsmaður á skrifstofu félagsins
Jóhanna kynnti tillögu um að ráðinn verið starfmaður í hálf starf til félagsins til að sinna ýmsum daglegum verkefnum.  Hún greindi frá því að hugmyndin hafi komið fram áður en þá verið talið of dýrt. Nú er félagið orðið stærra, umsvifin meiri og tekjurnar sömuleiðis.  Þá myndi starfsmaður geta nýst til að afla aukinna tekna, einkum með því að leigja húsið út.  Rætt um starfslýsingu, hvað starfsmanninum verði ætlað að gera og hvað sé utan starfssviðs hans.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Stefnt að því að auglýsa starfið sem fyrst þannig að viðkomandi geti hafið störf í sumar.  Lögrétta mun á næstu dögum og vikum búa til nákvæma starfslýsingu.  Jóhanna hefur umsjón með því.

2. Hjálparsjóður
Tillaga Hilmars Arnar um ráðstöfun samþykkt.

Fundargerðina ritaði Bjarki.