Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 28. maí 2014

Mætt eru: Kári, Alda, Baldur, Íris, Silke, Jóhanna, Hulda, Sigurlaug, Hilmar og Sigurbjörn K Haraldsson.

Farið var yfir nokkur atriði sem fóru fram á yfirlitsfundi vegna byggingu hofs.

1. „Farið var yfir teikningar og stöðu verkefnisins. Lagt er til við lögréttu að semja við byggingastjóra um að leita eftir tilboðum og samningum við byggingarverkfræðing um verkfræðilega hönnun.“
Í ljósi aðstæðna var ákveðið að bóka Sigurbjörn K. Haraldsson sem byggingarstjóra í stað Hauks Viktorssonar. Samþykkt samhljóða.

2. „Til þess að styrkja stöðu okkar í þeim framkvæmdum sem við stefnum að hefur verið sent erindi til byggingarnefndar um aðlögun lóðar, að höfðu samráði við garðyrkjustjóra Reykjavíkur.
Til að þess að klára alla jarðvinnu í einu vetfangi þarf að fara að huga að lóðarhönnun og leggjum við til að haft verði samband við Yngva Þór Loftsson, landslagsarkitekt, sem gerði deiliskipulag fyrir félagið.“
Samþykkt samhljóða að fá tilboð í lóðaskipulagningu frá Ynga Þór Loftssyni.

3. „Þá leggjum við til að Sigurlaug Lilja Jónasdóttir og Kári Pálsson verði tengiliðir Lögréttu við hönnuð og byggingastjóra.“
Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga kom að leggja niður núverandi byggingarnefnd og fela hlutverkinu fulltrúum lögréttu vegna stöðu verkefnisins sem var samþykkt einróma. Þakkir eru sendar til gömlu byggingarnefndarinnar fyrir fyrri störf.

5. Bréf var lagt fram frá skipulagsráði Reykjavíkurborgar sem segir að við séum ekki lögmætir eigendur lóðarinnar við Menntasveig 1 (BN047743) og skráður eigandi sé EFF 4 ehf.
Í gögnum félagssins er bréf áritað af Magnúsi Sædal, byggingarfulltrúa í Reykjavík, sem staðfestir að lóð Ásatrúarfélagssins við Menntasveig sé nr 15.

Fundarritari: Kári