Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 29. október 2006

29.10.2006 í félagsheimili Ásatrúarfélagsins, Síðumúla 15

Óttar setti fund kl. 16:10.

Óskað var eftir þvi við Egil að hann tæki að sér starf lögsögumanns. Samþykkti hann það og tók við fundarstjórn.
  • Hilmar þakkaði Óttari fyrir velunnin störf í þágu félagsins.
  • Verkaskipting stjórnar var næst á dagsská. Stjornin verður þannig skipuð:
  • Egill Baldursson - lögsögumaður
  • Rún Knútsdóttir - staðgengill lögsögumanns
  • Sveinn Aðalsteinsson - gjaldkeri
  • Hildur Guðlaugsdóttir - ritari
  • Garðar Guðnason - meðstjórnandi
  • Hanna Hlöðversdóttir - varastjórn
  • Óttar Ottósson - varastjórn

Fyrirhugað er að taka fyrstu skóflustunguna að hofi, á degi íslenskrar tungu 16.nóvember.Til þeirra athafnar yrði boðið ríkistjórn Íslands, forystumönnum stjórnmálaflokka og forstöðumönnum annara trúfélaga.

Ákveðið var að halda fund í Lögréttu þann 8.nóv. kl.20:00. Á dagskrá er að skipa byggingarnefnd.

Lesin var tillaga Jóhönnu er samþykkt var sem ályktun á Alsherjarþings til skólayfirvalda varðandi „Vinaleið“ sem farin er í nokkrum grunnskólum í samvinnu við þjóðkirkjuna. Gerð var orðalagsbreyting á ályktuninni og verður hún send fjölmiðlum.

Ákveðið var að úrdráttur úr fundargerð eða samantekt á þvi helsta sem gerist á stjórnarfundum og opnum Lögréttufundum, verði sett inn á heimasíðuna.

Hanna vill setja vinnu í að gera gömlu goðorðin sýnileg og manna þau með nýjum goðum.

Jónína lagði til, að fundið yrði annað nafn á athöfn sem kölluð hefur verið siðfesta. Orðið festa segir hún ekki heiðið orð og sagði að það sé tiltölulega nýlegt orð til þess að gera.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 1730

Fundarritari
Hildur Guðlaugsdóttir