Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 3. júní 2008

Mættir voru: Egill, Óttar, Rún, Garðar Ás, Hilmar Örn, Jónína, Árni, Lára Jóna. Seinna Ólafur.
Fundur settur kl. 18:10.


1. Blótið á Þingvöllum

Jónína greindi frá áliti goðafundar og blótnefndar á framkvæmd og fyrirkomulagi athafnarinnar. Blásið verði – í lúðra! – til blóts kl. 19:00, eftir göngu niður Almannagjá. Vísað er til fundargerðar goðafundar, en nefna má goðavígslu Árna og dísakvæði Seiðláta. Rætt um virka þátttöku viðstaddra við sjálft blótið. Lúðra vantar. Rætt um róttækar breytingar á fyrirkomulagi samkomunnar að ári. Stefnt er að 2-3 daga hátíð með þinghaldi, samveru og skemmtun. Unnið verður áfram með þessar hugmyndir.


2. Blóttexti í fréttabréfið

Er að mestu tilbúinn. Egill og Jónína reka á hann smiðshöggið.


3. Spjallrás ásatrúarmanna

Ari nokkur býðst til að sjá um spjallrás. Tillögunni er vel tekið, en lögð á það áherzla, að skýrar, strangar reglur gildi um skrifin. Garðar hefur samband við Ara um tæknilega útfærslu. Ari verður ritstjóri, a.m.k. fyrst um sinn. Aðgangur verður fyrir alla; ekki eingöngu félagsmenn. Ari og Garðar leggja tillögur að reglum fyrir lögréttu.


4. Önnur mál

  • Flutningur tjalds o.fl. til Þingvalla. Leitað verður til sama sendibílstjóra og síðast.
  • Ólafur vekur máls á uppbyggingu goðaveldis. Hilmar vísar til rannsóknar og bókar Gunnars Karlssonar um efnið. Við þurfum að kynna okkur fyrst hugmyndir Gunnars og Galdra-Tomma og stefna að niðurstöðu í árslok. Óvissa ríkir um mörk goðorða.
  • Fólk á Akureyri vill hitta aðra heiðingja þar nyrðra. Tilkynning komi í Vorum sið.
  • Kjörtímabil allsherjargoða, 5 ár, rennur út á Þingvallablóti. Auglýsa þarf eftir framboðum. Hilmar Örn gefur kost á sér. Upplýsingaar um kjörið birtast í Vorum sið. Framboðsfrestur verður þrem vikum fyrir allsherjarþing í október. Kosið verður þar, berist eitthvert mótframboð.
Fundi slitið kl. 19:35. Fundarritari: Óttar Ottósson.