Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 4. febrúar 2008

Mættir voru: Egill, Alda Vala, Óttar, Rún, Garðar Ás, Hilmar Örn, Haukur og Ólafur.
Frá byggingarnefnd: Björn Brynjúlfur Björnsson.
Fundur settur kl. 18:05.


1. Staða byggingarmála

Björn Brynjúlfur reifaði stöðu mála. Þrjár leiðir hafa verið íhugaðar varðandi teikningu hofsins:
a. Lokuð samkeppni, sem er dýr lausn.
b. Leita til 5–6 valinna arkitekta.
c. Fela verkið Magnúsi Jenssyni, sem unnið hefur allar undirbúnings-teikningar sem Skipulags- og byggingaráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir.
Sjálfur telur Magnús eðlilegt að fleiri en hann sendi inn hugmyndir. Rétt þykir að greiða Magnúsi fyrir þá vinnu sem hann hefur þegar innt af hendi, verði ekki byggt eftir teikningum hans. Útboðsgögn þarf að útbúa hið fyrsta og byrja á þarfagreiningu. Reiknað er með, að leitað verður eftir hugmyndum 4 arkitekta, auk Magnúsar. Greiða þarf fyrir tillögur þeirra, en fyrir endanlegar teikningar sérstaklega. Byggingarnefndin: Björn Brynjúlfur Björnsson athafnamaður, Árni Hjartarson jarðfræðingur, Hilmar Örn allsherjargoði og Egill lögsögumaður.


2. Staða dómsmálsins

Rún hefur rætt við Oddnýju Mjöll Arnardóttur, doktor í mannréttindum. Hún bendir á Ragnar Aðalsteinsson. Búizt er við að málið tapist í Strasbourg. Rún vill kanna unnið mál norskra trúleysingja um trúarbragðakennslu í skólum. - Haukur yfirgefur fundinn. - Þrír mánuðir eru til stefnu til að kæra niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttinda-dómstóls Evrópu í Strasbourg, en lítil von er að til þess komi, finnist ekki nýr flötur á málinu.


3. Bautasteinn Sveinbjarnar

Landeigandi vill sjá afstöðumynd af fyrirhuguðum framkvæmdum áður en lengra er haldið. Jónína ætlar að sækja um styrk til verksins.


4. Tillaga goðanna um blótnefnd.

Málið rætt vítt og breitt, en fjarvera flutningsmanna torveldar niðurstöðu. Fyrirliggjandi tillaga er felld, en Rún ræðir málið við Árna og Jóhönnu um ákveðinn fjárhagslegan ramma fyrir hvert blót.

Fundi slitið kl. 19:51. Fundarritari: Óttar Ottósson.