Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 6. febrúar 2014

Lögréttufundur 6 feb.

Mætt eru: Hulda, Baldur, Hilmar, Hrafnhildur, Íris, Sigurlaug, Jóhanna, Alda, Silke, Kári og Teresa.
Hallur og Haukur boðuðu forföll.

1. Byggingarmál
Rætt var um mögulega samstarfsaðila og byggingarleyfi og samningsgerð við arkitekt og byggingarstjóra. Lögrétta hafði ráðið Magnús jensson arkitekt og Hauk Viktorsson Byggingarfulltrúa en ekki gert samning við þá.

Rætt var um Gr. 2.4.1 sem fjallar um umsókn um byggingaleyfi, einnig ákvæði gr.4.1.2 um hönnunarstjóra og gr.4.7.1 um hlutverk byggingastjóra. Þá vitnaði hann í lög nr. 160/2010 um mannvirki 3. kafla um byggingaleyfi.

Eftir umræður um stöðu hofbyggingar var ákveðið að fá Rún Knútsdóttur lögfræðing til að vinna að ráðningu hönnunarstjóra og byggingastjóra og í framhaldi af því verði ráðin verkfræðistofa til að vinna aðaluppdrætti ásamt byggingalýsingu.

Fundarritari: Kári