Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 7. febrúar 2007

Dagská fundarins.

1. Skipurit goðorða og boðskipti innan félagsins.
2. Gjaldskrá goða
3. Kosningaréttur á allsherjarþingi
4. Blótnefnd
5. Tækifæriskortin, skilafrestur á myndefni
6. Önnur mál

Fundur settur kl.17:40

1. Garðar hefur aðgang að nöfnum gömlu goðorðanna. Stjórninni finnst brýnt að taka upp þessi goðorð. Sérstaklega tók Rún fram, að á norðurlandi eystra vanti goða, og er það bagalegt. Lögð verði áhersla á að fá starfandi goða þar.

Boðskipti innan félagsins voru rædd og tóku Egill og Rún að sér að gera tillögu að þeim.

2. Egill lagði til að stofnaður yrði sjóður, eins konar jöfnunarsjóður, sem allsherjargoði, eða annar goði notar til að greiða ferðakostnað af lengri embættisferðum út á land. Allsherjargoði mun hafa umsjón með þeim sjóði. Stjórn var samþykk því að goðar skyldu innheimta sjálfir fyrir athafnir sem þeir framkvæma en gjaldskrá þarf að vera til.

3. Lögð var fram sú tillaga að þeir félagsmenn einir hefðu kostningarétt á allsherjarþingi sem væru í félaginu við setningu þess á Þingvöllum. Var sú tillaga m.a. rökstudd þannig að þing væri sett og því síðan frestað til síðasta laugardags í október, og í raun væri þingfundi ekki slitið heldur frestað og því ekki hægt að koma inn á „miðju“ þingi og fá kosningarétt. Samþykkti stjórnarfundur þessa tillögu með einu mótatkvæði.

4. Egill vill að starfrækt verði sérstök blótnefnd, sem sæi um skemmtiatriði og héldi utan um það sem þarf að gera í hvert skipti fyrir sig.

5. Setja á kraft í hönnun tækifæriskorta. Gott væri ef þau væru tilbúin fyrir sumarblót.

6. Óttar sagði okkur frá samráðsfundi trúfélaga. Þar er mikil hugmyndavinna í gangi og jafnræði ríkir á milli trúfélaga.
Fundi slitið kl 19:10