Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 7. nóvember 2018

Lögréttufundur (afrit)  7. nóvember 2018
 
Mættir eru: Hilmar, Alda Vala, Jónína, Sigurlaug, Jóhannes, Martin, Teresa, Óttar, Þorsteinn og Silke.
Fjarverandi: Jóhanna.
 
1. mál: Þjóðskrármálið
Skipa verður nefnd til að vinna að Þjóðskrármálinu til að fá félagatal Ásatrúarfélagsins í hendurnar hér eftir. Í nefndinni verða að vera lögfræðingar og félagsmenn. Málið þarf að vinna varlega og skynsamlega. Nefnd var skipuð 5 mönnum, þar af 3 félagsmönnum og 2 lögfræðingum. Eftir áramót ætti nefndin að kynna vinnu sína.
 
2. mál: Hofmál
Uppsteypun svo gott sem búin. Tilboð í burðarvirki hafa borist og þarf að yfirfara, en lofar þó góðu. Vinna má áfram með hópfjármögnun með góðum aðilum.
 
3. mál: Vættablót
Í ár verður vættablót á 100 ára fullveldisafmæli Íslands og verður einnig í 10. skipti sem vættablót er haldið. Undirbúa þarf vel blótin. Bjóða verður upp á heitt kakó á Þingvöllum. Teresa lagar kakó og kaffi fyrir Þingvelli. Kaupa þarf pappaglös.
 
4. mál: Jólablót og Þorrablót
Jólablót verður á sólstöðum 21. desember. Jólasveinn er bókaður á blótið. Staðfesta þarf Flugvirkjasal. Fá tilboð í mat frá Soho og athuga með vegan mat (Culia og fleiri). Elfar kemur með brot úr leikverki sínu. Bingó-ið er tilbúið. Jólapakka fyrir börn vantar. Þorrablót verður safnblót í Síðumúlanum. Finna þarf einhverja skemmtikrafta.
 
5. mál: Vor Siður
Stefnt að því að allt verði klárt í febrúar og leitast verður við að minnka kostnað við prentun blaðsins.
 
6. mál: Önnur mál
Goðaefni kynnt og hefja þjálfunarferli. 3 ný goðaefni.
 
Fundur hófst: 18:05
Fundi slitið: 19:30
 
Fundargerð þessa undirrita með eigin hendi (allir viðstaddir).