Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 8. ágúst 2018

Lögréttufundur 8. ágúst 2018
 
Mættir: Hilmar, Jóhannes, Jóhanna, Þorsteinn, Sigurlaug, Kári, Haukur, Ólöf
 
1. Hofmál:
Staðan tekin í hofmálum. Sumarfrí hafa staðið yfir í Verkís og í raun allt á sama stað og síðast.
 
2. Fjármál félagsins
Kári hefur tekið við gjaldkerastarfi. Farið yfir stöðuna og mikið rætt um fjármál félagsins. Rætt um gjald fyrir athafnir. Ákvarðanir um hækkanir. Sifesta kosti 40.000 kr. Hjónavígsla kosti 30.000 kr. Salarleiga verði 40 þúsund fyrir félagsmenn, og 60 þúsund fyrir aðra.
 
3. Ritstjóri
Rætt um að finna nýjan ritstjóra, fólk ætlar að leggja heilann í bleyti. Þarf að finna helst fyrir áramót.
 
4. Blótnefnd
Nefndin er nánast óstarfhæf utan Teresu og Jóhannesar. Þau vilja fá að hreinsa til úr henni. Matti Wuum er til í að koma í hana. Ólöf hefur aðstoðað nefndina vel. Ákveðið að senda boð um fund v. blótnefndar á netið.
 
Fundi slitið 19:05
Fundargerð undirrita allir viðstaddir.