Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 8. desember 2011

Fundur í lögréttu settur kl. 17:30. Fundinn sátu lögréttumennirnir:
  • Hallur Guðmundsson, lögsögumaður
  • Bjarki Karlsson, ritari
  • Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
  • Lenka KováÅ•ová
  • Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði
  • Jóhanna Harðardóttir, Kjalnesingagoði
Auk þess sátu fundinn:
  • Haukur Bragason, Lundarmannagoði, ritstjóri Vors Siðar
  • Andrea Ævarsdóttir, blótnefnd
Forföll boðuðu Böðvar, Halldór og Hulda Sif.


1: Málefni vefstjórnar

Haukur óskar eftir því að hætta í vefstjórn og tilkynnti það á fundinum. Ákveðið að fresta því að velja nýjan mann þannig að sem stendur skipa Hallur og Bjarki vefnefnd en mega veita fleirum umsjónaraðgang í umboði vefnefndar á grundvelli vinnureglna sem þeim er falið að taka í saman í ljósi umræðna á fundinum. Ákveðið var að opna Facebook-vegg félagsins aftur fyrir skrifum almennings. Þeta er gert í tilraunaskyni fram að næsta fundi en þá verði metið hvernig til hefur tekist.
 

2: Hörgur

Ekki er búið að tilkynna breytingu á skipan stjórnar til firmaskrár þar sem ekki var búið að afla allra nauðsynlegra undirskrifta. Lögrétta leggur áherslu á að málinu verði lokið hið fyrsta.
 

3: Fyrirlestrar eftir áramót

Stefnt er að því að auglýstir fyrirlestar verði annan hvern laugardag í tenglum við opið hús fram að fyrsta sumardegi. Þegar hefur verið rætt við sjö fyrirlesaraefni og stefnir í góða dagskrá.
 

4. Önnur mál

a) Hofsjóður
Velunnari félagsins í Bandaríkjunum vinnur að því að búa til sjóð til stuðnings hofbyggingu með eigin stofnframlagi. Sjóðurinn kallast Siegfried family fund og tekur hann einnig við framlögum annarra.

b) Lénhýsing Ekki hefur enn verið skipt um hýsingaraðila lénins asatru.is og meðfylgjandi netfanga (vefurinn er hins vegar þegar hýstur hjá nýjum aðila). Til þess hefur vantað umsjónarlykilorð á gamla staðnum. Lögsögumanni falið að leysa málið.

c) Vor siður
Vor siður verður að þessu sinni tólf síður. Það er töluvert dýrara en átta síður, bæði í framleiðslu og dreifingu. Hægt er að draga mjög úr þessum kostnaði með því að prenta á léttari pappír. Blaðið kemur úr prentun á mánudag klukkan tvö. Allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir að leggja hönd á álímingarplóginn.

d) Fundartími lögréttu á nýju ári
Núverandi fundartími hentar mörgum illa. Of fáir aðalmenn í lögréttu eru mættir á fundinn til að taka endanlega ákvörðun um betri fundartíma. Haukur sér um að finna hvaða tími hentar flestum með aðstoð nýjustu samhæfingarsamstillingaupplýsingartæknilausna.

e) Aukaframlag á fjárlögum til Þjóðkirkjunnar
Samþykkt ræða við lögmann félagsins um viðbrögð við ólöglegri samþykkt Alþingis. Jóhanna tekur að sér að fylgja málinu eftir ásamt Hilmari Erni.

​Fundi slitið kl. 19:20.