Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 8. janúar 2015

Mætt eru Hilmar Örn, Kári, Sigurboði, Jóhanna, Lenka og Urður, og að auki Bergrós og Haukur Dór.

1. Jóhanna staðfesti að allt væri orðið á hreinu varðandi komandi þorrablót félagsins - jafnt auglýsingar, matseðlar og skemmtiatriði.

Rætt var um tæknileg atriði og aðstöðu í salnum og Hilmar Örn tók það að sér að sjá um að nóg væri til staðar af míkrafónum og tilbehöri.

2. Samþykkt var að Bergrós sjái um að uppfæra facebooksíðu félagsins, og aðrir komi ekki þar að - nema hvað þeir Haukur Dór og Kári munu hafa admin-réttindi til að geta sett hluti inn á síðuna ef nauðsyn krefur.

- Ákveðið var að búnir verði til viðburðir á síðunni fyrir það sem ekki er hluti af föstu/daglegu starfi félagsins.

- Einnig var ákveðið að takmarka myndaflæði inn á síðuna - og að setja yfirhöfuð engar myndir inn á heimasíðu félagsins, heldur aðeins á facebooksíðuna.

Bergrós mun einnig bera ábyrgð á að uppfæra heimasíðu félagsins, en Hallur einnig fara með admin-réttindi.

- Eins var samþykkt að hreinsa út gömul aðgangsréttindi í heimasíðukerfinu; sem og að auglýsa eftir vefgúrú úr röðum félagsmanna.

3. Ljósmyndakeppnin frá því í desember sl. var rædd; en það var léleg þátttaka í henni og erfitt að uppfylla þau markmið sem stefnt var að.

Bókað var að haft yrði samband við vinningshafana og gengið frá málum við þá, en dagatalsgerðin jafnframt sett á ís um óskilgreindan tíma.

4. Einróma var samþykkt að afnema það að goðar og Lögréttufólk greiði 50% blóttoll á viðburði félagsins.

Einng var bókað að 4 boðsmiðar á viðburði skuli vera til staðar á skrifstofu, svo hægt sé að umbuna með þeim því fólki sem mikið hefur lagt á sig í þágu félagsins.

5. Samskiptamál og boðleiðir innan félagsins voru rædd og samþykkt að áherslan verði á að vinna vel saman sem heild, með hagsmuni félagsins að leiðarljósi.

6. Hilmar Örn las erindi sem honum barst frá útgáfunni Óðinsauga. Þar er þess farið á leit að Ásatrúarfélagið komi að einhverju leyti að útgáfu fyrirtækisins á einhvers konar allsherjar þekkingargrunni og e.k. helgiriti Ásatrúarinnar. Samþykkt var einróma að félagið hefði ekki áhuga á því að taka þátt í þessu.

7. Skráning goða til umsjónar með opnu húsi í Síðumúlanum var rædd og ákveðið að setja Hall í málið.

8.
Byggingarmál
- teikningar eru í réttum farvegi
- Kristinn byggingarstjóri heldur borgaryfirvöldum við efnið
- beðið verður í þrjár vikur eftir svari frá merkum arkítekt um hvort hann hafi áhuga á að koma að einhvern hátt að verkefninu
- öllum samskiptum vegna byggingarmála skal safnað saman á einn stað á skrifstofunni
- möguleiki er að Kári fari með Hilmari Erni á fundi með Kristni
 
9. Samþykkt var að útbúa fundardagskrár, eigi síðar en sólarhring fyrir hvern fund.

Fleira var ekki rætt, og fundi slitið rétt um klukkan átta.