Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 8. mars 2012

Lögréttufundur 8 mars kl 19:00

Mættir: Hallur, Haukur, Lenka, Halldór, Andrea, Sigurlaug
Boðuð forföll: Böðvar, Bjarki

1. Pantanir á athöfnum.
Rætt um fyrirkomulag á því. Tillaga að texta á vefinn þar sem áhugasömum er kennt á kerfið

2. Símakostnaður goða.
Halli fannst réttlætismál að goðar fengju einhverja greiðslu upp í símakostnað. Hilmar taldi eðlilegt að það væri eingreiðsla á ári, ca 30 þúsund og það gilti líka fyrir lögsögumann. Samþykkt að goðar með vígsluréttindi og lögsögumaður fengju eingreiðslu

3. Leiga á sal.
Hallur vildi vita um fyrirkomulag á salarleigu. Hingað til hefur það verið í verkahring lögsögumanns að bóka salarleigu, 15 þúsun á félagsmenn en 20 fyrir aðra.

4. Andlitslyfting fyrir 40 ára afmælið.
Halldór taldi kominn tíma til að ráðast í að gera salinn meira aðlaðandi en hann er. Hann benti á rusl í eldhúsinu, ósmekklegar innréttingar og þunga stemmningu í salnum. Þeir Hallur sammála um að það mundi breyta alveg andliti felagsins útávið og auðvelda leigu á salnum. Hilmar talaði um að strax mætti mála og henda út alls kyns drasli.
Jóha spurði um fjárhagsstöðu og Hulda taldi stutt í að við hefðum efni á þessu þar sem von væri á milljón fjótlega.Hilmar tók að sér að spyrja hvað kosti að láta smíða húsgöng en Jóhanna ætlar að athuga markaðinn með kaup í huga.
Samþykkt að byrja strax á tiltekt og því að henda drasli og ganga hratt í kaup á nýjum húsgögnum.

5. Sálgæsla.
Hilmar gerði grein fyrir að goðar ættu með sér reglulega fundi um þessi mál. Hann benti á bókarkaup félagsins og stöðugar umræður goðanna sem miðluðu reynslu sinni og þekkingu meðal sína. Hann taldi helst vanta umfjöllun um börn og sorg og að gott væri að fá einhvern til að fjalla um það.

6 Hof.
Hilmar flutti skýrslu um stöðu mála. Hann taldi að nú þyrfti að ganga beint til verks, ráða arkitekt og byggingarstjóra. Hanns takk upp á Magnúsi Jenssyni og Hauki Viktorssyni og var það samþykkt samhljóða. Sagði frá að Skógræktin hefði lofað að geaf ísl timbur í hofið.
Halldór spurði um fjárhagshliðina, Hilmar taldi að við ættum fyrir þessum áfanga. Stofnaður verður sjóður; Seigfried Family Fund en þar eigum við von á gjafaupphæð.

7. Hörgsmálið
Undirritaðir pappírar varðandi stjórnarskipti í Hörgi

8. Sumarblót
Andrea sagðist vera búin að semja við Gauja í Krauku fyrir sumarblótið. Rætt aðeins um mönnun við blótið.
Rætt um blót  Sumardaginn fyrsta og í framhaldi um afmælishátíð, þyrlusjóðsafhendingu, Hótel Borg og Þingblótið en ekkert er búið að taka endanlega ákvörðun um það.
Halldór vék hér af fundi og bað um að bókað væri að hann segði  sig úr Lögréttu.
Áfram rætt um afmælishátið og niðurstöður þær að þyrlusjóðurinn yrði afhentur Landhelgisgæslu á Hótel Borg, sumardag fyrsta yrði haldin fjölskyldugleði í Öskjuhlíð og fengið tónlistaratriði og trúður og grillað eins og venjulega. Síðan yrði afmælishátið félagsins haldin við Þingblót á Þingvöllum í júní

9. Erindi
Erindi Báru Halldórsdóttur um að fá afnot af húsinu. Því hafnað.

10. Erindi
Erindi Þorkels Þorkelssonar ljósmyndara um samstarf við félagið og goð í eitt ár, þar yrði saga félagsins, mannfagnaðir og annað mynduð og sett í sýningu að ári. Félagið nyti þess síðan í fríum afnotum af myndefninu. Samþykkt en verður fundað nánar um málið með Þorkeli

11. Opinn lögréttufundur,
haldinn næsta laugardaginn 10. mars kl 15. Umræðuefni andlitslyfting í félagsheimilinu okkar

12. Svar frá Námsgagnastofnum.
Erindi okkar hafnað á þeim forsendum að það sé svo mikið til af efni um Asatrú í skólunum. Við ekki sátt og brefinu verður svarað síðar

13.  
Lögrétta harmar brotthvarf Halldórs Bragasonar úr Lögréttu og þakkar honum vel unnin störf

fundi slitið kl 21.25
ritari Jóhanna Harðar