Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 8. október 2013

Mættir: Sigurlaug, Hilmar, Hallur, Haukur, Andrea, Jóhanna, Íris og Lenka og Hrafnhildur á Skype

1. Allsherjarþing og haustblót 
Allsherjarþingið verður í Síðumúla. Kjósa þarf tvo í aðalstjórn og tvo varamenn.
Miðaverð á blótið verður 4000 á manninn og hætt verður að gefa frímiða en lögréttumenn og goðar fá 50% afslátt af sínum miða. 
Tillaga um Bjarka sem fundarstjóra og Andrea gaf vilyrði fyrir að vera fundarstjóri ef enginn annar fyndist. Húsið verður opnað klukkan 19:00 fyrir haustblót og reynt verður að fá einhvern til að spila á nikku yfir matnum.

2. Nýir goðar.
Alda Vala er tilbúin með stuðningsmannalista fyrir goðakjör sitt og Sigurður Mar er að safna og langt kominn. Samþykkt samhljóða af lögréttu með fyrirvara um að stuðningsmannalistar verði komnir inn á skrifstofu fyrir 1. nóvember.

3. Erindi frá Bjarka um SSL-vottun og samstarfssamning við þjónustuvef Borgunar.
Það myndi kosta okkur á biinu 15-20 þús, krónur á ári auk venjulegrar þóknunar fyirr hverja greiðslu (1 ½-2 %). Þetta mun gera okkur kleift að taka við kortagreiðslum framvegis. Samþykkt samhljóða.

4. Hofsós
Tillaga um að fá Bjarka til að taka að sér umsjón sjóðsins, en hann er hans hugmynd og framkvæmdin að mestu verið undir hans stjórn.

5. Vor siður 
Haukur tjáði okkur að blaðið yrði tilbúið fyrir kl 16 á föstudag og nokkrir gáfu kost á sér að koma að líma á. Á sama tíma verður unnið að uppsetningu fyrstu sýningar í salnum.

6. Nýr ritstjóri Vors siðar.
Haukur er að hætta eftir fjögur ár og þakkar lögrétta honum vel unnin störf. Við tekur Íris Ellenberger, skrifstofumaður okkar og er hún boðin velkomin til starfa. Hilmar mun láta prenta út póstlistann.

7. Annað
  • Haukur setti fram hugmynd um að hafa nokkurs konar „pubquiz“ í húsnæði okkar og var henni mjög vel tekið. Stefnt á það eftir áramót, jafnvel um þrettándann.
  • Mikilvægt að minna á lögréttufundinn eftir allsherjarþing, en hann vill stundum gleymast.
  • Gaman væri að taka til umræðu hvort félagsmenn hafi hugmyndir um nafn á salinn okkar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 19:45
Jóhanna Harðardóttir