Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 9. apríl 2008

Mættir voru: Egill, Alda Vala, Óttar, Garðar Ás, Hilmar Örn, Jónína, Árni, Lára Jóna og Ólafur. Seinna Rún.
Fundur settur kl. 18:15.


1. Blótið sumardaginn fyrsta

Árni gerir grein fyrir undirbúnings- og skipulagsvinnu blótnefndar. Dagskrá er með hefðbundnum hætti með helgistund í Öskjuhlíð kl. 15:00. Grillað í Síðumúla kl. 16:00. Tóti trúður og sumargjafir handa börnunum. Loftkastali verður niðri í porti. Kvöldmatur kl. 18:00 eða 19:00, þar sem Kvæðamannafélagið Bragi kyrjar Hjaðningarímur eftir Bólu-Hjálmar. Rætt um að útvega eldker, sem er meðfærilegra en það, sem við eigum. Rætt um fjárráð nefndarinnar og hvort afgangur yfirfærist á næsta blót. Enn fremur hvort upphæðin gangi til skemmtiatriða eingöngu, eða einnig til tjaldaleigu o.þ.h. Ákveðin var upphæð fyrir hvert blót, sem á að duga fyrir öllum útgjöldum, nema mat. Rún og Árni ganga frá lausum endum vegna blótsins.


2. Erindi frá goðum

a. Garðar útvegar meðfærilegt eldker.

b. Félagsmenn greiði ekki fyrir athafnir, en félagið greiðir viðkomandi goða. Utanfélagsmenn greiði fullt verð. Félagsaðild annars aðilans, hjóna eða foreldra, nægir.

c. Fjármögnun á starfi í goðorðum. Rún kannar, hverjar afleiðingar það geti haft, að goðorð verði skráð á sérstaka kennitölu. Bankareikningur verði stofnaður fyrir hvert goðorð og félagið greiði árlega fasta upphæð inn á hvern reikning. Þetta gildi um alla goða, en krafizt er reikningsskila. Upphafsupphæð var ákveðin. - Rætt um saumakonur goðabúninga.


3. Önnur mál

  • Óttar frá Samráðsvettvangi trúarbragða:
    a. Andlátsbæklingur virðist kominn í farveg. Óttar kannar málið nánar í samráði við Hilmar Örn.
    b. Fram kom, að ásatrú er á engan hátt hluti af kennslu í grunnskólum í trúarbragða- sið- og kristinfræði. Eitthvað mun þó um hana fjallað í Íslandssögu. Þetta verður að teljast óviðunandi með öllu.
    c. Erindi til utanríkisráðherra vegna fyrirhugaðra dauðarefsinga í Íran. Uppkast að mótmælabréfi vettvangsins til ráðherra, gegn fyrirhugaðri löggjöf Írana um dauðarefsingu við trúskiptum. Einróma samþykkt.
  • Rún spyr, hvort félagið vilji eiga Valhallarheftin dönsku, sem Bóksala stúdenta hefur til sölu Samþykkt.
Fundi slitið kl. 19:40. Fundarritari: Óttar Ottósson.