Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 9. apríl 2012

Fundur í lögréttu, mánudag 9. apríl 2012 kl. 19:00

Mætt: Hallur, Böðvar, Bjarki, Hulda Sif, Sigurlaug; Hilmar Örn, Jóhanna; Lenka; Haukur, Jónína Andrea.

1. Endurnýjun húsbúnaðar
Jóhanna og Hilmar hafa kannað hvað er í boði. Þau gerðu grein fyrir því sem helst er fýsilegt, greindu frá verði á stólum og sýndu myndir af þeim. Samþykkt að kaupa 40-50 Prisma-stóla frá EG skrifstofuhúsgögnum en kaupa ekki borð að sinni heldur nýja dúka á gömlu borðin.

2. Sumardagurinn fyrsti
Undirbúningi afhendingar samfélagsgjafar og hátíðahalda er að mestu lokið og flest frágengið sem hægt er að ganga frá en veisluföng verða keypt þegar nær dregur. Andrea sér um það. Hulda sér um ráðstafanir til þess að ljúka megi meltingaferlinu á staðnum.

3. Vinnulag Vors siðar
Haukur taldi upp fjölda atriða sem þurfa að standa eins og stafur á bók til þess að fréttabréfið komist í prentun í tæka til þess að dreifing geti hafist áður en auglýstir atburðir eða frestir til fundarboðunar eru liðnir. Þetta verði höfundar efnis að hafa hugfast.

4. Sumarblót
Rætt um ýmis mál er lúta að undirbúninga.

5. Önnur mál
a) Vefsíðan, minnt á setja inn efni þegar ástæða er til.
b) Minningarkort: spurt hvar þau mál standa.
c) Tímasetning næstu lögréttufunda: Annar mánudagur hvers mánaðar kl. 17:30.

Fleira ekki gert og fundi slitið
BK