Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 9. apríl 2013

Fundur í lögréttur 9. apríl.
Fundur settur kl. 18:40.
Mætt: Hallur, Sigurlaug, Bjarki, Hilmar Örn, Lenka.  Auk þess sat fundinn sem gestur Jóhannes Levy.
 

1. Varðveisla gagna

Jóhannes kom með einkasafn sitt af Vorum sið frá upphafi (1990) svo að hægt sé að skanna það og birta á vef félagsins en sem stendur eru aðeins fréttabréf frá og með 2004 í birtingu á vefnum.
Rætt um frekari söfnun upplýsinga, bæði prentaðra heimilda og með viðtölum við stofnfélaga. Einnig er til mikið af ljósmyndum og filmum af starfi félagsins sem þarf að skanna. Einnig er vitað um efni á myndböndum.

Samþykkt að endurvekja sögunefnd félagsins undir forystu Jóhannesar Levy sem velji með sér fólk í starfið.  Einnig samþykkt að kaupa þegar í stað filmuskanna. 


2. Blót framundan, löggildingarafmæli

Allt er að verða klár fyrir blótið á sumardeginum fyrsta og nóg að sjálfboðaliðum hefur gefið kost á sér. Þarf að ganga frá lausum endum, t.d. hver sækir kamra og grill. Hallur og Hilmar munstra fólk í það. 
Ákveðið að fresta dagskrá vegna löggildingarafmælis til hausts.
Þingblót verður að venju á Þingvöllum í 10. viku sumars.
Haustblót verður haldið fyrsta vetrardag, 26. október en i samræmi við lög félagsins er allsherjarþing viku síðar, 2. nóvember. Stefnt að því haustblótið verði kvæðakvöld og haldið í Síðumúla.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:10
Fundarritari: Bjarki