Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 9. febrúar 2015

Mætt eru Hilmar Örn, Haukur, Urður, Sigurður Mar, Hallur, Jónína, Kári, Alda Vala, Jóhanna og Lenka.
1.

Rædd var nauðsyn þess að félagið hefði staðlað svar við ákveðnum fyrirspurnum utan úr heimi.

Ákveðið var að skrifa tvenns konar stöðluð bréf, annars vegar viðbrögð við fyrirspurnum fólks/samtaka sem vill styrkja félagið til hofbyggingar og hins vegar svar til þeirra fjölmörgu erlendu aðila sem vilja fá fræðslu og leiðsögn um ásatrúna.

Svör félagsins verða byggð á drögum að bréfi sem Hulda skrifaði og munu Hilmar Örn og Bergrós ganga í það verka að skipta því upp í tvo hluta og fínisera eins og þarf.
Áhersla er lögð á að Ásatrúarfélagið ber enga ábyrgð á samskiptum einstakra félagsmanna við erlenda ásatrúarmenn, hvorki einstaklinga né samtök.

2.

Hallur lögsögumaður lagði til að Kári tæki við lögsögumannsembættinu, þar sem honum þætti hann ekki geta sinnt stöðunni sem skyldi vegna ýmissa anna. Kári lýsti sig reiðubúinn til skiptanna og voru þau samþykkt samhljóða. Kári er því nýr lögsögumaður félagsins og Hallur staðgengill hans.

3.

Kári fór á fund með byggingarnefnd um daginn, og þar er allt í mjög góðum farvegi.

Útboð verksins fer í gang á næstu dögum og öll leyfi eru að verða í höfn.

4.

Fram kom fyrirspurn um hvort hægt sé að gera fólki það auðveldara að finna blótstað félagsins í Öskjuhlíðinni, þar sem það komi ítrekað fyrir að einhverjir finni ekki staðinn og missi fyrir vikið af blótum.

Upplýsingar um staðsetningu og kort af svæðinu hafa verið og verða áfram aðgengileg á heimasíðu félagsins. Þegar framkvæmdir við hofið fara í gang verður svæðið væntanlega auðfundnara, en til stendur að halda áfram að blóta á sama stað þar til hofið verður tilbúið til notkunar.
Fleira var ekki á dagskrá.