Skip to main content

Lögrétta

Lögrétta er æðsta ráð og jafnframt framkvæmdastjórn Ásatrúarfélagsins. Lögsögumaður er formaður hennar og framkvæmdastjóri félagsins. Í henni sitja fimm almennir félagsmenn kjörnir af allsherjarþingi auk tveggja varamanna. Þá eiga sæti í lögréttu allsherjargoði og einn fulltrúi sem goðar tilnefna úr sínum röðum. Allir goðar hafa rétt til setu á fundum lögréttu með málfrelsi og tillögurétti. Hver lögréttumaður fer með eitt atkvæði. Lögréttumenn kjósa úr sínum röðum lögsögumann og staðgengil hans, ritara og gjaldkera.

Lögrétta kemur saman fyrsta sunnudag eftir allsherjarþing og síðan að jafnaði mánaðarlega. Fyrsta laugardag í mars og fyrsta laugardag í september eru haldnir fastir lögréttufundir sem öllum almennum félagsmönnum er heimilt að sitja.

Lögsögumaður gegnir hlutverki framkvæmdastjóra félagsins. Hann varðveitir skjöl og lagatexta. Hann kallar saman fundi, stýrir þeim eða skipar fundarstjóra. Lögsögumaður getur í umboði lögréttu kallað menn til verka í þágu félagsins. Honum er skylt að boða til fundar óski að minnsta kosti tveir lögréttumenn þess.

Starfandi lögrétta

Kosin var ný lögrétta 4. nóvember 2023 sem skiptir með sér verkum og er þannig skipuð:

Guðmundur Rúnar Svansson – lögsögumaður (kosinn 2023 til tveggja ára)

Jónas Eyjólfsson – gjaldkeri (kosinn 2022 til tveggja ára)
Sædís Hrönn Haveland – ritari (kosinn 2023 til tveggja ára)
Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík – meðstjórnandi (kosinn 2023 til tveggja ára)

Margrét Rúnarsdóttir – staðgengill lögsögumanns (kosin 2022 til tveggja ára)

– – –
Hilmar Örn Hilmarsson – Allsherjargoði (á fast sæti sem slíkur)
Haukur Bragason – Lundarmannagoði (tilnefndur af goðahópi)

Unnar Reynisson – 1. varamaður (kosinn 2023 til eins árs)
Jóhannes A.Levy – 2. varamaður (kosin 2023 til eins árs)