Leit á asatru.is:

Athafnir
Félagsstarf
Ásatrú
Kvæði og fræði
Myndir
Horfa/hlusta

Lögrétta 8. janúar 2013

Fundur í Lögréttu, haldinn í Síðumúla 15, 8. janúar 2013.

Mætt: Hallur, Bjarki, Hrafnhildur, Hilmar Örn, Jóhanna, Lenka.
Haukur tilkynnti um forföll.

1. Viðbrögð við tilkynningu biskups
Ásatrúarfélagið fagnar fyrirhugaðri landssöfnun Þjóðkirkjunnar og hvetur hana til góðra verka.

2. Auglýsing vegna stjórnarskrárfrumvarps
Erindi sem nokkur trúfélög og Siðmennt standa saman að veður sent sem bréf til allra þingmanna og birt sem auglýsing í Fréttablaðinu.

3. Þorrablót
Undirbúningur gengur samkvæmt áætlun. Þó hefur veislustjóri enn ekki fundist og bæta mæti við einu skemmtiatriði. Blótið verður haldið í Versölum.

4. Reglur um greiðslur vegna blóta utan höfuðborgarsvæðisins
Lögrétta telur eðlilegt að samræmdar reglur gildi um framlag félagsins til höfuðblóta í Reykjavík og höfuðblóta í héraði á landsbyggðinni.  Upphæðin er háð sífelldu endurmati en eins og framkvæmdin hefur verið undanfarið þykir rétt að hámark heildarframlags sé þúsund krónur á hvern þátttakanda. Miðað er við eitt höfuðblót á ári í hverju héraði. Lögrétta óskar þó eftir áliti goðafundar áður en endanlegar reglur verða samþykktar.

5. Hofið, staðan og framhald
Boð hafa borist frá borinni um að minniháttar breytingu verði að gera á deiliskipulagi í Öskjuhlíð áður en framkvæmdir geti hafist. Breytingarnar séu það smávægilegar að ekki þurfi að efna til grenndarkynningar með tilheyrandi töfum. Félagið þurfi að kosta þessa skipulagsvinnu og það samþykkir lögrétta.
Því ætti að vera unnt að hefjast handa við að fjarlægja trjágróður af byggingarreitnum í febrúar eða mars og koma honum fyrir á nýjum stað.
Rætt um ýmis mál er varða fjármögnun.

6. Önnur mál
a) Sölustarfsemi á blótum
Samþykkt að taka fyrir hvers kynst sölustarfsemi á blótum, hvort heldur er á vegum félagsins eða annarra aðila.

b) Lýðfræði
Bjarki kynnti samantekt á því hvernig félagsmenn dreifast eftir aldri og búsetu.

c) Dagskrá framundan
Kynnt dagskrá næstu vikna og rætt um frekari kynningar. Einnig rætt um kvæðakvöld í tengslum við haustblót.

d) Öldungaráð
Rætt var um að setja á stofn öldungaráð félagins. Nokkrar hugmyndir reifaðar. Vísað til næsta fundar.

BK

e) Tækifæriskort
Samþykkt að boða Vigdísi Hlíf á næsta fund lögréttu.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:35